Sunday, October 10, 2010

Heimildamynd(Riff)


When the Dragon Swallowed the Sun


Ég ákvað einn daginn að skella mér ásamt Skossa og Mása á When the Dragon Swallowed the Sun vegna góðra ummæla sem ég hafði heyrt um hana. Hinsvegar þegar við mættum í Paradísarbíó var uppselt á myndina! Við ákáðum þar sem við vorum með passa að skella okkur bara á einhverja random mynd og er þessi færsla því ekki um þá mynd sem titillinn hér að ofan gefur til kynna. Myndin sem varð fyrir valinu og við höfðum algjörlega engar vonir um var:
Toxic Playground

 TOXIC PLAYGROUND


Keisari heimildamyndanna!
Þetta var eiginlega fyrsta „amatör“ heimildamynd sem ég hef séð þannig ég hef kannski ekki mikið til að miða við. Einu heimildamyndirnar sem ég hef séð eru eftir Michael Moore og hafa hans myndir og þessi lítið sameiginlegt annað en að reyna að fjalla um „sjokkerandi“ hluti. Lars, söguhetjan, var ættleiddur af sænskum foreldrum frá Chile. Hann bjó í litlum bæ þar sem námufyrirtækið Boliden starfaði. Lars byrjar að velta því fyrir sér hver ber ábyrgð á því að mikill eitraður úrgangur frá starfsemi Boliden var fluttur til Chile og einfaldlega skilinn eftir í næstum því miðju fátækrahverfi.Það hafði þær afleiðingar að fjöldi fólks veiktist, mikið af börnum fæddust vansköpuð og stúlkur urðu ófrjóar. Annar aðili sem mikið er gagnrýndur er fyrirtækið sem átti að sjá um úrganginn þegar hann var kominn til Chile. Eitt af því skemmtilegasta við myndina var það að Lars fær Rolf, sem bar að hluta til ábyrgð á sendingunni, til að fylgja sér til Chile Rolf var sá sem benti Boliden á að hægt væri að senda úrganginn til Chile. Þegar þeir koma þangað reyna þeir að finna út hvað gerðist í raun og afhverju úrgangurinn var ekki unninn eins og lofað hefði verið.
Uppáhalds atriðið mitt í myndinni er þegar Rolf og Lars eru komnir á fund manns sem var háttsettur hjá fyrirtækinu sem átti að taka á móti og vinna úrganginn. Þegar þeir koma inn í fundarherbergið eru þeir beðnir um að slökkva á myndavélinni en það sem myndatökumaðurinn gerir er að einfaldlega setja hana á borðið og láta eins og hann sé ekki að taka upp. Þetta tekst fullkomlega hjá þeim og ná þeir magnaðri töku þar sem þeim er hótað og sagt að vera ekki með nefið í einhverju sem þeim komi ekki við. Það er líka gaman að hugsa hvað þeir hafi verið ánægðir með sig að hafa náð þessari töku.
Toxic Playground var virkilega áhugaverð og fékk mig til að hugsa. Ég fann til með fátæka fólkinu sem var fyrir barðinu á eitraða úrganginum og aðeins örfáir fengu smápeninga í skaðabæturi miðað við hvað Boliden var að græða. Ég varð dolfallinn yfir mótökunum sem Rolf og Lars fengu í Chile þar sem logið er að þeim eða þeim hótað. Þó að ég hafi verið spenntur að sjá When the Dragon Swallowed the Sun þá er ég mjög sáttur með að þetta kvöld hafi verið uppselt á hana.