Friday, December 3, 2010

Hot Fuzz

Ég er nokkuð viss um að Hot Fuzz sé afar sniðug og einstaklega skemmtileg jafnvel þó að þú hafir aldrei séð stóra testosteron fulla hasar löggu mynd fulla af sprengingum. Í grunninn þá fengiur þessa mynd ef þú myndir biðja Michael Bay um að búa til mynd í litlu ensku þorpi. Útkoman gæti verið eitthvað þessu líkt en hún væri ekki nærrum því jafn sjarmerandi. Eftir að hafa horft á Shaun of the Dead fyrir nokkrum vikum varð ég einfaldlega að sjá næstu mynd eftir leikstjórann Edgar Wright og aðalleikaranna Simon Pegg og Nick Frost. Myndin fjallar um ofur lögguna Nicolas Angel, lögregluþjón með fjórum sinnum hærra kæruhlutfall( conviction rate) heldur en nokkur annar af samstarfsmönnum hans, þegar hann er skipaður til litla þorpsins Stanford.
        
Add caption

Það sem kemur á eftir er hálfur „upp úr þurru“ húmor, hálf fáránleg samsæris skopstæling og hálf gagnrýni á samfélög í litlum þorpum. Ég ger mér grein fyrir að þetta eru þrír helmingar en þessi mynd er bara það góð! Wright og Pegg vinna virkilega vel saman. Myndin gagnrýnir viðhorf lítilla enskra samfélaga. Það viðhorf að allt hefur virkað í margar kynslóðir og það er ekkert að fara að breytast núna. Þetta er þannig að hugarfar að sá sem er ekki fæddur inn í samfélagið mun alltaf, meðvitað eða ekki, vera utangarðs. Wright og Pegg ná þessu nærrum fullkomlega á filmu. Ef þeir væru ekki svona fyndnir þá væri þetta sorglegt! Wright sýnir hæfileika sína sem leikstjóri í þessari mynd. Hann lætur það líta út fyrir að hafa jafn stórt „budget“ og Bay, jafnvel þó að við vitum að svo geti ekki verið.
Enginn glæpamaður er öruggur!
 Helsti styrkleiki Wright er hinsvegar hvernig hann mannar hlutverkin. Það er alveg hreint stórkostlegt. Jafnvel hin minnstu hlutverk eru löðrandi af bresku hæfileikafólki (þar á meðal Paddy Considine sem hefur leikið í Bourne Ultimatum og In America). Einnig í stærri hlutverkum eru til dæmis Jim Broadbent og Tomothy Dalton. Timothy Dalton. Svona án djóks hann er ótrúlegur. Ég var einn af þeim sem hafði gaman af Bond myndunum hans en ef þér finnst að hann hafi nærrum því eyðilagt myndirnar, engar áhyggjur, hann bætir það upp að fullu í þessari. Sem Skinner, yfirmaður í súpermarkaðinum (slæm sletta), með sitt mikla yfirvaraskegg hreinlega geislar af sjarma. Skeggið hjálpar án efa.
Hot Fuzz er klassísk breskur gamanleikur, en með aðeins erlendu tvisti. Ég mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af myndum á borð við Bad Boys eða öllum bresku klassíkunum.

RIFF!!!!!!


Riff 2010 var fyrsta kvikmyndahátíðin sem ég hef farið á og ég get sagt með nokkri vissu að hún verður ekki sú síðasta. Ég fór ekki á eins margar myndir og ég hafði viljað og sá kannski ekki eins margar góðar myndir og hafði viljað. Eitt er víst að á þessari hátíð upplifaði ég með skemmtilegustu atvikum sem komið hafa fyrir mig í kvikmyndahúsum. Ég hafði til dæmis aldrei gengið út í miðri mynd en ég tel það ekki vera síður eftirminnilegt atvik eins og að sjá skemmtielga hasar senu. Hér á eftir ætla ég að koma með heildarlista yfir allar myndir sem ég sá og mitt álit á þeim.

Cyrus

Þar sem þetta var opnunarmynd hátíðarinnar ,auk þess sem margir mæltu með henni því að hún væri líklegast „venjulegust“ af öllum hinum,  ákvað ég að fara á þessa. Myndin byrjar frekar týpískt á hinu klassíska „boy metts girl“. Söguhetjan John kynnist konu í partíi og verða þau mjög náin næstu dagana. Vandamálin byrja hinsvegar að hrannast upp þegar John kemst að því að sonur konunnar, Cyrus, vill í raun ekkert með hann hafa og hvað þá með mömmu sinni. Í kjölfarið byrjar skemmtileg atburðarrás þar sem þeir tveir heyja stríð sín á milli upp á mikilvægustu konu í lífi þeirra beggja. Þessi mynd var alls ekki sem verst þó að hún hafi kannski verið dálítið „týpísk“.

Ein hamingjusöm fjölskylda

 
Toxic Playground

Ég var áður búinn að minnast á þessa svo ef þið hafið áhuga skulu þið kíkja aðeins neðar. En ég mæli hiklaust með henni.

You are not I

ÉG var mættur upp í Háskólabíó á leiðinni á aðra mynd þegar ég áttaði mig á því að ég hafði mætt tæpum klukkutíma snemma. Mér fannst ekki vera tími til að fara heim í millitíðinni svo ég ákvað bara að bíða og jafnvel skoða hvort eitthvað annað væri í boði, svona í millitíðinni. Mér til mikillar ánægju var fyrirlestur að hefjast um einmitt þessa mynd. Því miður átti fyrirlesturinn að hefjast eftir myndina svo ég myndi ekki ná honum en þó var einhver kynning á höfundinum. Ég sá aðeins byrjunina á myndinni þannig ég get ekki verið að tjá mig mikið um hana en það sem gerðist á meðan ég sat þarna fór að mestu leyti fram hjá mér þar sem ég var of upptekinn að bíða eftir tímanum að líða.
Hefði örugglega getað sofið vært yfir henni

The Ape

Sænsk mynd sem skyldi frekar lítið eftir sig. Þetta er dæmi um mynd sem að mínu mati var einfaldlega alltof löng miðað við hvað gerðist í myndinni. Lýsingin á myndinni sagði einfaldlega að maður vaknaði útataður í blóði... og það er einmitt það sem gerðist. Síðan fylgjumst við með því hvernig hann virðist taka því að vakna í blóðbaði og tekst á við daglegt líf. Þessi var bara hreint og beint leiðinleg, alltof löng og ekkert gerðist. Lítið meira að segja, Svíarnir eiga að geta miklu betur en þetta.

Erum við þá bara öll apar?

The Dealer

Við fórum á þessa eftir að hafa séð ágæta dóma um hana í DV. Ég mun ekki gera sömu mistök aftur. Í myndinni er fylgt eiturlyfjasala í einn dag. Myndin byrjaði ágætlega og hafði gott „potential“ á því að verða góð mynd. Áhugaverðar aðstæður og persónur voru kynntar. Af einhverjum ástæðum ákveður leikstjórinn samt að yfirgefa allt og kynnir aldrei neitt af þessu áhugaverða af einhverri alvöru, fáum bara rétt svo að kíkja. Myndin er einnig alveg ótrúlega hæg, næstum allar senurnar enda á því að myndavélin hafði snúið í heilan hring svo áhorfandinn gat séð allt umhverfið en þeir þurftu ekki að gera það í hverju einasta atriði, hvað þá svona fáránlega hægt!     Til að draga þetta saman þá var The Dealer of mikil stuttmynd til að vera heilar 135 mínútur. Er hægt að áfellast mann fyrir að hafa farið eftir 100?
Honum yrði ekki skemmt...


Womb

Í stuttu máli sagt fjallar Womb um konu sem ákveður að fæða látinn kærasta sinn með hjálp nýrrar klónunar tækni. Hvað get ég sagt... ég á mjög erfitt að „höndla“ vandræðanlegar eða óþæginlegar aðstæður, og einmitt mesti hluti þessarar myndar var óþæginlegur! Flottar pælingar á bak við hana, samfélag þar sem litið er niður á klóna og þeir ekki taldir sem manneskjur. Þó Womb hafi ekki verið mjög geðsleg get ég alls ekki sagt að hún hafi verið leiðinleg. Ég átti auðvelt með að fylgjast með á meðan ég neitaði að trúa að þetta væri að gerast. Ein pæling: ef þetta hefðu verið lesbíur hefðum við ekki getað búið til „loop“?
Ástin já...


Big Man Japan

Eitt orð: SÚRT. Big Man Japan er mocumentary og fjallar um mann í höfuðborg skrímslana Tokyo. Hann hefur það starf að berjast við öll þau skrímsli sem ráðast á borgina og það gerir hann með því að tengja sig við rafmagn og verða risastór. Myndin er frekar hæg af stað og er aðallega samtöl þar sem við reynum að kynnast Big Man Japan en það er hann kallaður. Hann er ekki mjög vinsæll af borgarbúum og er í raun frekar mikill lúser. Það sem toppar myndina er endirinn. Hann er líklega það súrasta sem ég hef séð á æfinni, ég skyldi ekkert, en það kom ekki í veg fyrir hláturinn. Þessi var stórskemmtileg og fær fjóra risa af fimm!





Þú messar ekki í hafinu!

Brim

Án efa með uppáhalds íslensku myndum mínum, hún er uppi á listanum með Allt á hreinu og Sódómu. Áhöfn á litlum skipi heldur á veiðar í enn eitt skiptið. Hinsvegar er ekki allt með feldu því einn maður úr áhöfninni hefur framið sjálfsmorð og kona komið í hans stað. Við fáum að sjá hvernig þetta einangraða karlasamfélag tekst á við það að fá kvenmann um borð. Persónurnar eru að sjálfsögðu allar frekar ýktar en bráðskemmtilegar og um leið og myndin dregur frekar svarta mynd af sjómannalífinu þá er hún þó rómantísk og fær mann til að skella upp úr. Mæli hiklaust með þessari því það er engan veginn of seint að sjá þessa.

Handritaverkefni



Ég ákvað að drífa í því að gera verkefnið þar sem við áttum að lesa handrit í tíu mínútur , horfa  síðan á myndina í tíu mínútur og svo koll af kolli. Mér fannst þetta vera fyrirtaks leið til að byrja á þessu blogg maraþoni sem er að fara að hefjast (og hefur held ég oft gerst svona rétt fyrir jólaprófin hjá nemendum). Ég var ekki alveg viss um hvaða mynd ætti að verða fyrir valinu en í von um að gera eitthvað frumlegt þá ákvað ég að skoða hvernig handrit að teiknimyndum eru! Ég fann ekki mörg en Shrek varð svo fyrir valinu. Svo ég segi frá myndinni í stuttu máli þá gerist Shrek í heimi þar sem ævintýrin eru raunveruleg. Allar Disney persónurnar reika lausum hala og allir virðast lifa í sátt og samlindi, eða hvað? Söguhetjan okkar er ógurlegur tröllkarl, Shrek, sem býr einn í mýri og þannig vill hann hafa það. Þegar greifi nokkur ætlar að losa landið við ævintýraverur þá fær hetjan okkar ekki lengur að vera í friði og þarf að gera eitthvað í málunum!
                 
Þetta er ekki eins auðvelt og það sýnist!
Það sem kom mér mest  á óvart við handritið var hversu nákvæmt það var. Ég bjóst við að handritin byðu allavega upp á smá spuna. Það gæti reyndar verið að einhver spuni hafi farið fram og farið fram hjá mér! Sú von að finna eitthvað öðruvísi við teiknimynda handrit heldur en hefðbundari varð að engu. Ég veit reyndar ekki afhverju ég hélt að þetta handrit væri eitthvað öðruvísi. Á þessum framfara tímum í tæknibrellum er lítið mál að láta hvað sem er gerast í bíómyndum er kannski lítill munur á leiknum- og teiknimyndum. Nema hvað að teiknimyndir þykja barnalegri, en þó þarf alls ekki svo að vera.
               
Ég mæli ekki með að lesa handrit að mynd sem þú vilt sjá áður en þú sérð hana því að sjálsögðu á það eftir að eyðileggja fyrir þér myndina. Engu að síður var þetta áhugavert verkefni og vel skiljanlegt þar sem við erum (vorum) einmitt að læra um handritagerð. Það er eitt sem vakti forvitni mína en það er hvernig best sé að skrifa handrit. Höfundur sest varla niður og skrifar fullgert handrit í fyrstu tilraun. Þar sem hann veit nákvæmlega hvar og hvenær hver einasta persóna segir það sem hún á að segja. Auðvitað ætti ekki að vera hægt að fullkomna eitthvað í fyrstu tilraun en það sem ég er að reyna að segja er að handritavinna er mun erfiðari en ég hélt í fyrstu. Nú ætla ég hinsvegar að ljúka  þessari færslu í stað þess að skrifa nokkur hundruð þurr orð  til viðbótar um sjálfa myndina.

Tuesday, November 2, 2010

Bringing Up Baby

„How can all these things happen to just one person?“

-David Huxley


Bringing Up Baby eftir Howard Hawks er frá árinu 1938. Í aðalhlutverki eru Katharine Hepburn og Cary Grant. Hawks er frægur hefur leikstýrt myndum á borð við Scarface (upprunalegu, ekki með Al Capone), Monkey Business (1952) og Gentlemen Prefer Blondes (1953). Bringing Up Baby er grínmynd eða „screwball comedy“ en það lýsir sér þannig að húmorinn kemur fram í erfiðum og vandæðalegum aðstæðum þar sem persónunum tekst aðeins að gera hlutina vandræðanlegri og erfiðari að leysa.Hún fjallar um David Huxley sem er fornleyfafræðingur með vandamál upp fyrir haus. Í fjögur ár hefur hann verið að reyna að endurbyggja beinagrind risaeðlu en það vantar eitt bein! Auk þess er hann að fara að giftast samstarfsmanni sínum, Alice Swallow, sem virðist hafa meiri áhuga á vinnunni hans en honum. Ef þetta er ekki nóg þá þarf hann líka að sannfæra Mrs. Random um að hann sé þess verðugur að hún gefi honum milljón dollara sem hann þarfnast nauðsynlega til að geta endurbyggt risaeðluna sína. Svo flækist þetta auðvitað ennþá meira og útkoman verður vel heppnuð.

Að mínu mati er Bringing Up Baby aðeins grínmynd og ekki mjög djúp svo erfitt er að sökkva sér í söguþráðinn og oftúlka hann eins og hægt er að gera með margar myndir, til dæmis Citizen Kane! Persónur myndarinnar voru flestar skemmtilegar, David Huxley er seinheppinn, rólegur og lætur fólk vaða yfir sig og þá sérstaklega tilvonandi eiginkonu sína Alice Swallow. Swallow fór svakalega í taugarnar á mér allan tíman og ég einfaldlega gat ekki skilið hvernig Huxley datt í hug að giftast henni. Ég hafði nokkuð gaman að Susan Vance sérstaklega þar sem ég þekki að minnsta kosti tvær álíka persónur í raunveruleikanum. Ákveðin, gerir allt til að fá sínu framgengt og ótrúlega orðheppin


Helsti galli myndarinnar er sá að þó að hún sé fyndin á köflum þá fer oft álíka mikill tími í það að hlaupa og gera heimskulega hluti sem mér fundust ekki fyndnir og gat núllað út kaflana sem voru fyndir. Þó að ég hafi stundum gaman af því að hlæja af vitleysingjum þá er Bringing Up Baby mjög gömul mynd og margir brandararnir hafa verið mjólkaðir í gegnum árin.

En ég er þó engan veginn að segja að þessi mynd geti ekki verið fyndin og ætla ég að sýna ykkur uppáhalds atriði mitt!


Það er alveg hreint ótrúlegt hversu óheppinn hann getur verið en þetta atriði er líka mjög lýsandi fyrir það hvernig Huxley tekst að koma sér í vandræðanlegar uppákomur.


Ég var sáttur við þessa mynd og var hún ágæt tilbreyting frá hinum myndunum sem hafa verið á alvarlegri nótum. Skemmtilegar persónur og fjölbreytt atriði gera það að verkum að ég ætla að gefa henni þrjár stjörnu, og hananaú!!

***

Sunday, October 10, 2010

Heimildamynd(Riff)


When the Dragon Swallowed the Sun


Ég ákvað einn daginn að skella mér ásamt Skossa og Mása á When the Dragon Swallowed the Sun vegna góðra ummæla sem ég hafði heyrt um hana. Hinsvegar þegar við mættum í Paradísarbíó var uppselt á myndina! Við ákáðum þar sem við vorum með passa að skella okkur bara á einhverja random mynd og er þessi færsla því ekki um þá mynd sem titillinn hér að ofan gefur til kynna. Myndin sem varð fyrir valinu og við höfðum algjörlega engar vonir um var:
Toxic Playground

 TOXIC PLAYGROUND


Keisari heimildamyndanna!
Þetta var eiginlega fyrsta „amatör“ heimildamynd sem ég hef séð þannig ég hef kannski ekki mikið til að miða við. Einu heimildamyndirnar sem ég hef séð eru eftir Michael Moore og hafa hans myndir og þessi lítið sameiginlegt annað en að reyna að fjalla um „sjokkerandi“ hluti. Lars, söguhetjan, var ættleiddur af sænskum foreldrum frá Chile. Hann bjó í litlum bæ þar sem námufyrirtækið Boliden starfaði. Lars byrjar að velta því fyrir sér hver ber ábyrgð á því að mikill eitraður úrgangur frá starfsemi Boliden var fluttur til Chile og einfaldlega skilinn eftir í næstum því miðju fátækrahverfi.Það hafði þær afleiðingar að fjöldi fólks veiktist, mikið af börnum fæddust vansköpuð og stúlkur urðu ófrjóar. Annar aðili sem mikið er gagnrýndur er fyrirtækið sem átti að sjá um úrganginn þegar hann var kominn til Chile. Eitt af því skemmtilegasta við myndina var það að Lars fær Rolf, sem bar að hluta til ábyrgð á sendingunni, til að fylgja sér til Chile Rolf var sá sem benti Boliden á að hægt væri að senda úrganginn til Chile. Þegar þeir koma þangað reyna þeir að finna út hvað gerðist í raun og afhverju úrgangurinn var ekki unninn eins og lofað hefði verið.
Uppáhalds atriðið mitt í myndinni er þegar Rolf og Lars eru komnir á fund manns sem var háttsettur hjá fyrirtækinu sem átti að taka á móti og vinna úrganginn. Þegar þeir koma inn í fundarherbergið eru þeir beðnir um að slökkva á myndavélinni en það sem myndatökumaðurinn gerir er að einfaldlega setja hana á borðið og láta eins og hann sé ekki að taka upp. Þetta tekst fullkomlega hjá þeim og ná þeir magnaðri töku þar sem þeim er hótað og sagt að vera ekki með nefið í einhverju sem þeim komi ekki við. Það er líka gaman að hugsa hvað þeir hafi verið ánægðir með sig að hafa náð þessari töku.
Toxic Playground var virkilega áhugaverð og fékk mig til að hugsa. Ég fann til með fátæka fólkinu sem var fyrir barðinu á eitraða úrganginum og aðeins örfáir fengu smápeninga í skaðabæturi miðað við hvað Boliden var að græða. Ég varð dolfallinn yfir mótökunum sem Rolf og Lars fengu í Chile þar sem logið er að þeim eða þeim hótað. Þó að ég hafi verið spenntur að sjá When the Dragon Swallowed the Sun þá er ég mjög sáttur með að þetta kvöld hafi verið uppselt á hana.

Tuesday, September 28, 2010

Citizen Kane


„So it's settled: Citizen Kane is the official greatest film of all time.“
 Ebert, Roger (4 September 2008). "What's your favorite movie?"

Citizine Kane hefur notið gífurlega vinsælda og trónað á mörgum kvikmynda topplistum. Í stuttu máli fjallar hún um líf athafnamannsins Charles Foster Kane. Sagan er sögð í gegnum blaðamann sem leitar að sannleikanum um seinustu orð Kane: „Rosebud“. Æska Kane var ósköp venjuleg þangað til fjölskyldan hans öðlast skyndilega ríkidæmi og hann er sendur til að alast upp hjá bankamanni að nafni Walter Park Thatcher. Sem ungur maður er Kane ákveðinn í að gera allt sem hann getur fyrir „litla manninn“en þegar á líða stundir gjörbreytist viðhorf hans.

Ég myndi segja að Citizen Kane væri þroskasaga um lítinn dreng sem fær ekkert ráðið um þegar hann er sendur í burtu frá fjölskyldunni sinni. Á unglingsárunum lætur hann sparka sér oft úr skóla og er það uppreisn hans gegn því ríkidæmi sem troðið var upp á hann. Eins og hann segir svo vel sjálfur: „I always gagged on the silver spoon“. Það sem Kane þráir heitast af öllu er að vera elskaður. Fyrsta tilraun hans til að fá fólkið til að elska sig er með fréttablaðinu Inquirer. Hann reynir að kaupa ást seinni konu sinnar, Susan, með því að byggja óperuhús fyrir hana. Það gæti líka hafa verið tilraun til að kaupa ást almennings með því að vera giftur frægri ópersöngkonu. Það myndi útskýra afhverju hann var svona harður á því að Susan skyldi halda áfram að syngja þó hún bæði um að fá að hætta. Honum vildi ekki mistakast aftur eftir að hafa tapað framboðinu.

Orson Welles
Það er margt áhugavert við myndina annað en sjálfur söguþráðurinn. Citizen Kane er fyrsta verk höfundarins Orson Welles og þar leikur hann sjálfur aðalhlutverkið. Welles er einnig vel þekktur fyrir að vera leikstjóri og sögumaður útvarpsleikritsins War of the Worlds. Leikritið er sagt hafa valdið miklum ótta og að fólk hafi trúað að raunveruleg innrás geimvera ætti sér stað. Hvort sem það er satt eða ekki er það gott dæmi hversu vel Welles getur haft áhrif á tilfinningar áhorfandans.

Eitt sem ég tók eftir í myndinni og fannst frekar skrítið var að nokkrum sinnum horfa leikararnir beint í myndavélina. Hvort þetta sé viljandi gert og eigi að tákna eitthvað veit ég ekki. Það gæti verið að þeir leikarar sem horfa í myndavélina séu þeir sem blaðamaðurinn sé að tala og eigi þess vegna að reyna ná meiri sambandi við áhorfandann, eins það sé að vera tala beint til hans.

Þrátt fyrir að vera gömul mynd var Citizen Kane að mínu mati nokkuð skemmtileg. Kane var mjög sannfærandi persóna. Eins og ég mér fannst hann aðdáunar verður þegar hann stjórnaði blaðinu og vildi koma sannleikanum til almennings var hann sorglegur þegar hann var orðinn gamall maður aleinn og yfirgefinn í risastórri höll sinni. Með sitt fjall af peningum gat hann ekki eignast það sem  hann þráði mest af öllu, ást.

Saturday, September 25, 2010

Maraþon mynd




Hópur þrjú samanstóð af mér, Þorsteini (skossa) , Villa og Ármanni. Ég og Þorsteinn vorum með gamla hugmynd að stuttmynd og var ákveðið að nota hana til að spara okkur sem mesta hugmyndavinnu. Það eina sem við þurftum í raun að ákveða áður en við lögðum að stað var hvar við ætluðum að byrja og hvaða leið Ármann ætti að fara. Iðnskólinn var valinn og við héldum þangað.
Mikill tími fór í að að standa fyrir utan Iðnó og ryfja upp hvernig myndavélin virkaði. Helsta vandamálið var lýsingin en með miklu stússi og fikti náðum við völdum á því og tökur gátu hafist. Þar sem  Ármann og Villi voru í raun einu leikararnir í myndinni (fyrir utan skossa sem nær aðdáunarverði göngu með flottum fótaburði í lokin) var ákveðið að ég og skossi myndum skipta myndatökunum bróðurlega á milli okkar. Við vorum með einskonar beinagrind að myndinni sem við fylgdum eftir en að mestu leiti var allt ákveðið á staðnum, til dæmis hvar Villi skyldi vera og hvaða leið Ármann ætti að fara. Allt gekk vel en það var mjög tímafrekt að „klippa“ eingöngu með myndavélinni  og eftir tvo þrjá tíma vorum við komnir langt með tökur.

Það hefði ekki verið verra að vera með svona!
Veðrið var ekki hið ákjósanlegasta en oft kom hellidemba og við þurftum að leita skjóls. Skossi hljóp heim í fyrstu dembunni til að sækja regnhlíf (við þorðum ekki að leyfa vélinni að blotna) en það mistókst og við urðum að sætta okkur bara við að bíða þar sem regnið náði ekki til okkar. Í þriðju dembunni ákváðum við að nota tækifærið og verðlauna okkur púlið og fá okkur vitaborgara. Hinsvegar hætti fljótlega að rigna þannig að við hertum okkur upp og kláruðum  tökurnar, kaldir, svangir og blautir.
Ég var í megin dráttum mjög sáttur við afraksturinn. Hópurinn náði vel saman og engar erjur urðu um hver fengi að gera hvað.  Uppáhalds tökurnar mínar voru meðal annars þegar aðeins sést í skóna hjá Ármanni labba niður tröppur og svo skóna hans Villa rétt á eftir. Einnig er takan þar sem Villi situr í mikilli hæð fyrir ofan Ármann og þeir eru báðir í mynd í miklu uppáhaldi. Það sem ég hefði viljað gera betur var klippingin í nokkrum atriðum en það hefði aldrei komið fyrir ef við hefðum fengið að nota tölvu. Einnig var eitt atriðið smá klúður þar sem myndavélin eltir Ármann og fer í kringum hann. Myndavélin fór í smá stund aðeins of nálægt honum og hreyfðist kannski aðeins of mikið í gegnum atriðið, enda gleymdum við að nota styllinguna þar sem gert er ráð fyrir að haldið sé á myndavélinni.

Þegar við ætluðum að setja tónlist í myndina hófst mikið ævintýri. Engin snúra var til að tengja ipod við myndavélina svo að það eina í stöðunni var að hafa upp á honum. Við hringdum örugglega í u.þ.b. helming bekkjarins sem ekki var í hópnum okkar og kennarann tvisvar. Ekki fannst snúran en við dóum ekki ráðalausir og héldum af stað upp í Garðabæ til að sækja aðra sem bekkjarbróðir minn á. Þegar við vorum loksins komnir með snúruna í hendur var rýnt í bæklinginn til að athuga hvernig ætti svo að flytja tónlist yfir á myndina. Þetta reyndist flóknara en við héldum og eftir mikið fikt gáfumst við upp og hringdum í Urði sem gat sagt okkur hvað við vorum að gera vitlaust. Það var ekki nóg að spóla fram að byrjun og hefja flutning þar heldur þurfti að vera liðið smá á myndina, þó ekki væri nema sekúndubrot. 


Í megindráttum var þetta skemmtilegt verk og ég get ekki beðið eftir að taka upp lengri mynd þar sem ekki fer svona mikil vinna í upprifjun og vesen!