Friday, December 3, 2010

Hot Fuzz

Ég er nokkuð viss um að Hot Fuzz sé afar sniðug og einstaklega skemmtileg jafnvel þó að þú hafir aldrei séð stóra testosteron fulla hasar löggu mynd fulla af sprengingum. Í grunninn þá fengiur þessa mynd ef þú myndir biðja Michael Bay um að búa til mynd í litlu ensku þorpi. Útkoman gæti verið eitthvað þessu líkt en hún væri ekki nærrum því jafn sjarmerandi. Eftir að hafa horft á Shaun of the Dead fyrir nokkrum vikum varð ég einfaldlega að sjá næstu mynd eftir leikstjórann Edgar Wright og aðalleikaranna Simon Pegg og Nick Frost. Myndin fjallar um ofur lögguna Nicolas Angel, lögregluþjón með fjórum sinnum hærra kæruhlutfall( conviction rate) heldur en nokkur annar af samstarfsmönnum hans, þegar hann er skipaður til litla þorpsins Stanford.
        
Add caption

Það sem kemur á eftir er hálfur „upp úr þurru“ húmor, hálf fáránleg samsæris skopstæling og hálf gagnrýni á samfélög í litlum þorpum. Ég ger mér grein fyrir að þetta eru þrír helmingar en þessi mynd er bara það góð! Wright og Pegg vinna virkilega vel saman. Myndin gagnrýnir viðhorf lítilla enskra samfélaga. Það viðhorf að allt hefur virkað í margar kynslóðir og það er ekkert að fara að breytast núna. Þetta er þannig að hugarfar að sá sem er ekki fæddur inn í samfélagið mun alltaf, meðvitað eða ekki, vera utangarðs. Wright og Pegg ná þessu nærrum fullkomlega á filmu. Ef þeir væru ekki svona fyndnir þá væri þetta sorglegt! Wright sýnir hæfileika sína sem leikstjóri í þessari mynd. Hann lætur það líta út fyrir að hafa jafn stórt „budget“ og Bay, jafnvel þó að við vitum að svo geti ekki verið.
Enginn glæpamaður er öruggur!
 Helsti styrkleiki Wright er hinsvegar hvernig hann mannar hlutverkin. Það er alveg hreint stórkostlegt. Jafnvel hin minnstu hlutverk eru löðrandi af bresku hæfileikafólki (þar á meðal Paddy Considine sem hefur leikið í Bourne Ultimatum og In America). Einnig í stærri hlutverkum eru til dæmis Jim Broadbent og Tomothy Dalton. Timothy Dalton. Svona án djóks hann er ótrúlegur. Ég var einn af þeim sem hafði gaman af Bond myndunum hans en ef þér finnst að hann hafi nærrum því eyðilagt myndirnar, engar áhyggjur, hann bætir það upp að fullu í þessari. Sem Skinner, yfirmaður í súpermarkaðinum (slæm sletta), með sitt mikla yfirvaraskegg hreinlega geislar af sjarma. Skeggið hjálpar án efa.
Hot Fuzz er klassísk breskur gamanleikur, en með aðeins erlendu tvisti. Ég mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af myndum á borð við Bad Boys eða öllum bresku klassíkunum.

1 comment:

  1. Skemmtileg færsla. 5 stig.

    Talandi um Timothy Dalton - License to Kill rúlar (kannski mest vegna þess að ég var 10 ára þegar hún kom út, og fannst hún svalasta mynd í heimi...)

    ReplyDelete