Ég ákvað að drífa í því að gera verkefnið þar sem við áttum að lesa handrit í tíu mínútur , horfa síðan á myndina í tíu mínútur og svo koll af kolli. Mér fannst þetta vera fyrirtaks leið til að byrja á þessu blogg maraþoni sem er að fara að hefjast (og hefur held ég oft gerst svona rétt fyrir jólaprófin hjá nemendum). Ég var ekki alveg viss um hvaða mynd ætti að verða fyrir valinu en í von um að gera eitthvað frumlegt þá ákvað ég að skoða hvernig handrit að teiknimyndum eru! Ég fann ekki mörg en Shrek varð svo fyrir valinu. Svo ég segi frá myndinni í stuttu máli þá gerist Shrek í heimi þar sem ævintýrin eru raunveruleg. Allar Disney persónurnar reika lausum hala og allir virðast lifa í sátt og samlindi, eða hvað? Söguhetjan okkar er ógurlegur tröllkarl, Shrek, sem býr einn í mýri og þannig vill hann hafa það. Þegar greifi nokkur ætlar að losa landið við ævintýraverur þá fær hetjan okkar ekki lengur að vera í friði og þarf að gera eitthvað í málunum!
Þetta er ekki eins auðvelt og það sýnist! |
Það sem kom mér mest á óvart við handritið var hversu nákvæmt það var. Ég bjóst við að handritin byðu allavega upp á smá spuna. Það gæti reyndar verið að einhver spuni hafi farið fram og farið fram hjá mér! Sú von að finna eitthvað öðruvísi við teiknimynda handrit heldur en hefðbundari varð að engu. Ég veit reyndar ekki afhverju ég hélt að þetta handrit væri eitthvað öðruvísi. Á þessum framfara tímum í tæknibrellum er lítið mál að láta hvað sem er gerast í bíómyndum er kannski lítill munur á leiknum- og teiknimyndum. Nema hvað að teiknimyndir þykja barnalegri, en þó þarf alls ekki svo að vera.
Ég mæli ekki með að lesa handrit að mynd sem þú vilt sjá áður en þú sérð hana því að sjálsögðu á það eftir að eyðileggja fyrir þér myndina. Engu að síður var þetta áhugavert verkefni og vel skiljanlegt þar sem við erum (vorum) einmitt að læra um handritagerð. Það er eitt sem vakti forvitni mína en það er hvernig best sé að skrifa handrit. Höfundur sest varla niður og skrifar fullgert handrit í fyrstu tilraun. Þar sem hann veit nákvæmlega hvar og hvenær hver einasta persóna segir það sem hún á að segja. Auðvitað ætti ekki að vera hægt að fullkomna eitthvað í fyrstu tilraun en það sem ég er að reyna að segja er að handritavinna er mun erfiðari en ég hélt í fyrstu. Nú ætla ég hinsvegar að ljúka þessari færslu í stað þess að skrifa nokkur hundruð þurr orð til viðbótar um sjálfa myndina.
Ágæt færsla. 5 stig.
ReplyDelete