Tuesday, November 2, 2010

Bringing Up Baby

„How can all these things happen to just one person?“

-David Huxley


Bringing Up Baby eftir Howard Hawks er frá árinu 1938. Í aðalhlutverki eru Katharine Hepburn og Cary Grant. Hawks er frægur hefur leikstýrt myndum á borð við Scarface (upprunalegu, ekki með Al Capone), Monkey Business (1952) og Gentlemen Prefer Blondes (1953). Bringing Up Baby er grínmynd eða „screwball comedy“ en það lýsir sér þannig að húmorinn kemur fram í erfiðum og vandæðalegum aðstæðum þar sem persónunum tekst aðeins að gera hlutina vandræðanlegri og erfiðari að leysa.Hún fjallar um David Huxley sem er fornleyfafræðingur með vandamál upp fyrir haus. Í fjögur ár hefur hann verið að reyna að endurbyggja beinagrind risaeðlu en það vantar eitt bein! Auk þess er hann að fara að giftast samstarfsmanni sínum, Alice Swallow, sem virðist hafa meiri áhuga á vinnunni hans en honum. Ef þetta er ekki nóg þá þarf hann líka að sannfæra Mrs. Random um að hann sé þess verðugur að hún gefi honum milljón dollara sem hann þarfnast nauðsynlega til að geta endurbyggt risaeðluna sína. Svo flækist þetta auðvitað ennþá meira og útkoman verður vel heppnuð.

Að mínu mati er Bringing Up Baby aðeins grínmynd og ekki mjög djúp svo erfitt er að sökkva sér í söguþráðinn og oftúlka hann eins og hægt er að gera með margar myndir, til dæmis Citizen Kane! Persónur myndarinnar voru flestar skemmtilegar, David Huxley er seinheppinn, rólegur og lætur fólk vaða yfir sig og þá sérstaklega tilvonandi eiginkonu sína Alice Swallow. Swallow fór svakalega í taugarnar á mér allan tíman og ég einfaldlega gat ekki skilið hvernig Huxley datt í hug að giftast henni. Ég hafði nokkuð gaman að Susan Vance sérstaklega þar sem ég þekki að minnsta kosti tvær álíka persónur í raunveruleikanum. Ákveðin, gerir allt til að fá sínu framgengt og ótrúlega orðheppin


Helsti galli myndarinnar er sá að þó að hún sé fyndin á köflum þá fer oft álíka mikill tími í það að hlaupa og gera heimskulega hluti sem mér fundust ekki fyndnir og gat núllað út kaflana sem voru fyndir. Þó að ég hafi stundum gaman af því að hlæja af vitleysingjum þá er Bringing Up Baby mjög gömul mynd og margir brandararnir hafa verið mjólkaðir í gegnum árin.

En ég er þó engan veginn að segja að þessi mynd geti ekki verið fyndin og ætla ég að sýna ykkur uppáhalds atriði mitt!


Það er alveg hreint ótrúlegt hversu óheppinn hann getur verið en þetta atriði er líka mjög lýsandi fyrir það hvernig Huxley tekst að koma sér í vandræðanlegar uppákomur.


Ég var sáttur við þessa mynd og var hún ágæt tilbreyting frá hinum myndunum sem hafa verið á alvarlegri nótum. Skemmtilegar persónur og fjölbreytt atriði gera það að verkum að ég ætla að gefa henni þrjár stjörnu, og hananaú!!

***