„So it's settled: Citizen Kane is the official greatest film of all time.“
Ebert, Roger (4 September 2008). "What's your favorite movie?"
Citizine Kane hefur notið gífurlega vinsælda og trónað á mörgum kvikmynda topplistum. Í stuttu máli fjallar hún um líf athafnamannsins Charles Foster Kane. Sagan er sögð í gegnum blaðamann sem leitar að sannleikanum um seinustu orð Kane: „Rosebud“. Æska Kane var ósköp venjuleg þangað til fjölskyldan hans öðlast skyndilega ríkidæmi og hann er sendur til að alast upp hjá bankamanni að nafni Walter Park Thatcher. Sem ungur maður er Kane ákveðinn í að gera allt sem hann getur fyrir „litla manninn“en þegar á líða stundir gjörbreytist viðhorf hans.
Ég myndi segja að Citizen Kane væri þroskasaga um lítinn dreng sem fær ekkert ráðið um þegar hann er sendur í burtu frá fjölskyldunni sinni. Á unglingsárunum lætur hann sparka sér oft úr skóla og er það uppreisn hans gegn því ríkidæmi sem troðið var upp á hann. Eins og hann segir svo vel sjálfur: „I always gagged on the silver spoon“. Það sem Kane þráir heitast af öllu er að vera elskaður. Fyrsta tilraun hans til að fá fólkið til að elska sig er með fréttablaðinu Inquirer. Hann reynir að kaupa ást seinni konu sinnar, Susan, með því að byggja óperuhús fyrir hana. Það gæti líka hafa verið tilraun til að kaupa ást almennings með því að vera giftur frægri ópersöngkonu. Það myndi útskýra afhverju hann var svona harður á því að Susan skyldi halda áfram að syngja þó hún bæði um að fá að hætta. Honum vildi ekki mistakast aftur eftir að hafa tapað framboðinu.
Orson Welles |
Eitt sem ég tók eftir í myndinni og fannst frekar skrítið var að nokkrum sinnum horfa leikararnir beint í myndavélina. Hvort þetta sé viljandi gert og eigi að tákna eitthvað veit ég ekki. Það gæti verið að þeir leikarar sem horfa í myndavélina séu þeir sem blaðamaðurinn sé að tala og eigi þess vegna að reyna ná meiri sambandi við áhorfandann, eins það sé að vera tala beint til hans.
Þrátt fyrir að vera gömul mynd var Citizen Kane að mínu mati nokkuð skemmtileg. Kane var mjög sannfærandi persóna. Eins og ég mér fannst hann aðdáunar verður þegar hann stjórnaði blaðinu og vildi koma sannleikanum til almennings var hann sorglegur þegar hann var orðinn gamall maður aleinn og yfirgefinn í risastórri höll sinni. Með sitt fjall af peningum gat hann ekki eignast það sem hann þráði mest af öllu, ást.