Monday, January 31, 2011

Oldboy

When life gives you a hammer...

Oldboy er Suður Kórísk mynd frá árinu 2003 eftir leikstjóran Park Chan-wook. Hún er önnur í þríleiknum The Vengeance Trilogy þar sem fyrsta myndin er Sympathy for Mr. Vengeance og sú síðasta er Sympathy for Lady Vengeance.


Myndin hefst árið 1988 þar sem vinur söguhetjunnar Dae- Su Oh er nýbúinn að borga lausnargjald fyrir hann út úr fangelsi. Dae – su Oh finnur sig fljótlega læstan inn í einskonar klefa án útskýringa. Mánuðirnir líða og Dae –su hefur ekkert annað en sjónvarp til að drepa tíman og hann byrjar fljótlega að sjá ofsjónur um leið og hann er svæfður með gasi á hverri nóttu. Einn daginn kemst hann að því að konan hans hefur fundist myrt og að hann sé sá grunaði.  Næstu 15 árin eyðir hann öllum sínum tíma í þjálfun, og þá aðallega að lemja veggi aftur og aftur, meðan hann skipuleggur flótta. Öflug byrjun kemur sögunni strax af stað, í dimmu umhverfi fylgjumst við með Dae-su þjást í fimmtán ár þangað til hann sleppur aftur í siðmenninguna. Áætlunarverk Dae-su er frekar augljóst eftir að hafa séð hann ganga í gegnum þessar hremmingar.


Oldboy er frábærlega skrifuð sem og kemur það fram í góðri flækju og söguþræði. Sagan á greinilega að rugla áhorfendur en um leið er notað „afturhvörfin“ (flashback) til að veita meira ljósi á söguna. Það var eitt í myndinni sem ég skyldi aldrei fullkomlega en það voru maurarnir. Mín getgáta er sú að með því átti að auka furðuleikan í myndinni, einfaldlega til að gera hana skrítnari. Einnig geta þeir verið þarna til að undirstrika einmannaleikan eins og Mi-do minnist á. Eitt veit ég en það er að mér fannst það mjög svalt element og gerði hana aðeins dulúðlegri.


Svalasta atriði myndarinnar er án efa bardagaatriðið á ganginum. Það þurfti 17 tilraunir á þremur dögum til að fullkomna það. Atriðið er líka ein samfelld taka sem mér finnst ótrúlegt miðað við það að þetta er bardagatriði og er örugglega tæpar fjórar mínútur, hlýtur að vera einhverskonar met. Auk þess eru engar tölvubrellur notaðar fyrir utan hnífinn sem endar í bakinu á Dae-su  í miðjum bardaganum (hversu hart!!). Það sem er svona sérstakt við þetta atriði er hversu ólíkt það er öllu sem maður er vanur í Hollywood myndum, og raunar öllum myndum því að japönsku kung-fu myndirnar eru líka allt öðruvísi. Atriðið er týpískt í þeim skilningi að hann er einn á móti öllum en hann hefur engan ofurkraft né er hann meistari í bardagalistum. Í staðinn er hann búinn að kýla veggi svo lengi að hann er kominn með það þykka húð svo hann getur lamið endalaust. Útkoman verður einstök. Hvernig atriðið er tekið upp minnir dálítið á tölvuleik. Þar sem leikmaðurinn þarf að koma sér áfram í borðinu meðan hann tekst á við fjöldan allan af óvinum. Myndatakan er engu að síður eitt það flottasta við atriðið. 


OM NOM NOM!

Aðspurður hvort hann vorkenndi ekki Choi Min-sik fyrir að þurfa að borða heilan lifandi kolkrabba, svaraði leikstjórinn Park Chan-Wook að hann vorkenndi frekar kolkrabbanum.


Sögur hafa verið á kreiki að Steven Spielberg og Will Smith séu að hugsa um að endurgera Oldboy. Ég er viss um að ég sé ekki einn um að finnast það vera slæm hugmynd. Sumt á bara að fá að vera, sérstaklega eitthvað svona velheppnað. Hollywood myndi aldrei samþykkja að gera endurgerð af Oldboy með sama endi. Þeir sem hafa séð hana vita hvað ég meina!


Saturday, January 29, 2011

Kvikmyndagrein


Jafar Panahi
Jafar Panahi er íranskur leikstjóri sem hlaut dóm þann 20. desember. Þar var hann dæmdur í 6 ára fangelsi auk þess sem að næstu 20 árin má hann ekki leikstýra myndum, skrifa handrit eða veita viðtöl, hvorki við erlenda eða innlenda miðla. Auk þess má hann ekki yfirgefa landið.


Aðeins á léttari nótunum þá er minnst á myndirnar hans og mér fannst lýsing á einni (The Mirror, 1997) hljóma mjög áhugverð. Í henni er ung stelpa í aðalhlutverki og fylgst er með henni koma sér heim úr skólanum. Í miðri mynd fær hún leið á því að leika í þessari mynd og stingur allt liðið af. Þá geta áhorfendurnir hlustað á stelpuna, því hún er ennþá með míkrófón á sér, og horft á ráðalaust kvikmyndatökuliðið ráfa um borgina að reyna að finna hana. Þessi mynd fær allaveganna prik fyrir frumleika!

Úr myndinni Mirror


Panahi er núna í viðkvæmri stöðu þar sem hann er sakaður um að vera að gera mynd. Opinberar ásakanir á hendur honum eru: „ koma saman með áform um að fremja glæpi gegn þjóðaröryggi landsins“ og „áróður gegn íslamska lýðveldinu“. Hann er auk þess kærður fyrir að eiga „óviðeigandi myndir“ sem er að sjálfsögðu bara hlægilegt að kæra hann fyrir það. Svo lengi sem myndir innihalda ekki eitthvað siðferðislega rangt, og þá á ég helst við barnaklám, þá má hver sem er eiga þær. Ég ætla ekki að fara frekar í dómsmálið sjálft en ef þið hafið áhuga þá er „linkur“ hérna fyrir neðan sem vísar á greinina.


Það að fólk sé handtekið og stungið í fangelsi er algjörlega nýtt fyrir mér. Ég er alinn eiginlega algjörlega upp af vestrænum myndum og mér dytti ekki í hug að gera pólitíska kvikmynd gæti verið lögbrot. Ef Michael Moore yrði settur í steininn af bandaríska ríkinu fyrir myndirnar sínar gæti ég ímyndað mér að allt yrði vitlaust.


Mótmæli í kvikmyndaformi er fullkomlega rökrétt. Eftir að þær urðu til og náðu sínum vinsældum þá var bara tímaspursmál þangað til að þær urðu vopn gegn spilltum stjórnmálamönnum og samfélagsmeinum. Ég veit að ef ég væri mótmælandi í landi þar sem það er kolólöglegt að vera ósammála hinum alvitra forseta og hæstráðanda þá myndi ég nota kvikmyndir. Reyndar gæti það verið öfugt, ef ég væri leikjstjóri í þess konar landi þá væri ég mótmælandi, en það skiptir ekki öllu máli.


Aðal ástæða þess að ég myndi nota kvikmyndir er hversu auðvelt er að dreifa þeim. Bók á arabísku þarf að þýða og það getur verið mjög dýrt. Ég hef reyndar engar tölur til að styðja mig en ég er nokkuð viss um að það sé töluvert ódýrara að þýða texta fyrir mynd. Aðallega út af því að þar er notast við ódýrt talmál og hver sem er ætti að geta gert það auk þess þarf að þýða mun minna.


Það er auðvitað auðvelt að sitja og dæma eitthvað sem er að gerast hinum megin á hnettinum þar sem aðstæður eru allt öðruvísi en í ljósti aðstæðna vil ég meina að við sem búum við málfrelsi erum ekki þau einu sem finnast þetta fáránlegt. Í Egyptalandi er allt að verða vitlaust og mjög stutt síðan er að Tunis var í heimspressunni út af mótmælum. Fólk er komið með nóg af spilltum stjórnvöldum og að það sé þaggað niður í þeim sem virkilega þora að standa upp í hárinu á þeim. Ég vona innilega að Jafar Panahi og fleiri, því hann er svo sannarlega ekki sá eini, verði látnir lausir sem fyrst. Þetta er eitthvað sem þarf að breytast.




Þeir sem vilja nálgast greinina geta gert það hér: http://www.davidbordwell.net/blog/?p=11408

Friday, January 28, 2011

Frönsk kvikmynd

Micmacs (Micmacs à tire-larigot)

Micmacs er nýjasta mynd leikstjórans Jean-Pierre Jeunet (ég er á þeirri skoðun að helmingur Frakka bera nafnið Jean bara eftir að hafa séð credit listann!!) Hann er enginn nýliði og hefur leikstýrt 11 myndum og nokkrar töluvert frægar, allaveganna kannaðist ég við þær. Í safni hans eru til dæmis Le fabuleux destin d‘Amélie Poulain og Alien Resurrection. Ég hef borið mikla virðingu fyrir frönskum myndum eftir að ég sá Taxi myndirnar þó ég hafi ekki mikið verið að horfa á fleiri. Hinsvegar eftir að hafa séð Micmacs held ég að ég fari að leita að fleiri frönskum gullmolum.

Ég þekkti heldur ekki franska nafnið!
Þetta nafn þekkti ég hinsvegar ^^

             

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú að einhverju allt öðru, en samt ekki. Bazil lendir í því ungur að missa pabba sinn eftir að hann steig á jarðsprengju. Lífið er enginn dans á rósum hjá Bazil, þegar hann er orðinn fullorðinn maður fær hann kúlu í höfuðið en nær þó að lifa af. Það mætti segja að hann verði frekar skrítinn eftir þá lífsreynslu og líf hans tekur óvænta stefnu. Hann kynnist hóp af undarlegu fólki sem tekur honum opnum örmum og verður honum eins og fjölskylda. Líf hans virðist vera að komast í fastar skorður þangað til að hann finnur mennina sem framleiddu jarðsprengjuna og kúluna. Þá ákveður Bazil að taka til sinna ráða.

            Eitt af því sem ég tók mest eftir voru svipbrigðin í myndinni. Það var kannski út af því að þetta var erlend mynd og ég skyldi ekki hvað fólkið var að segja. Hún var textuð á ensku en mér finnst það ekki vera eins. Að manneskja segi þér annars vegar hvernig henni líður er ekkert skylt því að ef hún myndi rétta þér útfillt A4 blað stútfullt af lýsingarorðum. Því reyndi ég miklu meira að fylgjast með því hvernig persónurnar sögðu hlutina og ég skemmti mér konunglega við það. Mörg bestu atriðin voru líka einmitt þau þar sem enginn sagði neitt!

Myndin var að sjálfsögðu ekki gallalaus en það sem mér fannst helst vera að var kannski ekki við myndina að sakast. Þar sem hún var á frönsku þá held ég að ég hafi ekki fattað fínri orðaleikina og húmorinn í þeim. Mig grunaði allaveganna sterklega að það væri eitthvað meira í gangi en það sem stóð í textanum, en kannski er það bara ég.

Músíkin var mjög spes og ég er eiginlega ekki viss um hvað mér fannst um hana. Ég get sætt mig við það að hún passaði vel við þá stemmingu sem myndið var að búa til. Þið getið heyrt aðal þemalagið í „trailerinum“ hérna neðst

Myndin sjálf var alveg ótrúlega sniðug. Án þess að skemma fyrir ætla ég að reyna að útskýra hvað ég á við. Góðu kallarnir í myndinni voru með áætlunarverk sem þeim þurfti að takast og það var einmitt hvernig þau fóru að öllu því sem þau þurftu að gera sem ég elskaði mest. Það var sama hvað þurfti að gera þau urðu að gera það á einhvern flippaðan og stórfenglegan hátt.

Sem er einmitt næsti punkturinn minn. Myndin er algjört augnakonfekt. Hún ber ákveðinn ævintýrlegan blæ sem minnir helst á pan's labyrinth. Einhverskonar framandi ævintýraheimur þar sem allt er frekar ógnvekandi en spennandi. Þó að það séu engar klassískar ævintýraverur í Micmacs þá hefði umhvefið og þá helst „aðal bælið“ alveg geta boðið upp á að hýsa álfa og huldufólk.

Eins og á minntist lítilega á hérna áðan þá hafði ég mjög gaman af þessari mynd og gæti vel ímyndað mér að fara á hana aftur og jafnvel einu sinni enn. Húmorinn er stórkostlegur og myndin sjálf er ótrúlega sniðug. Músíkin er frekar „spes“ en það er einmitt það sem lýsir henni best. Micmacs er skemmtilega „spes“.