When life gives you a hammer... |
Oldboy er Suður Kórísk mynd frá árinu 2003 eftir leikstjóran Park Chan-wook. Hún er önnur í þríleiknum The Vengeance Trilogy þar sem fyrsta myndin er Sympathy for Mr. Vengeance og sú síðasta er Sympathy for Lady Vengeance.
Myndin hefst árið 1988 þar sem vinur söguhetjunnar Dae- Su Oh er nýbúinn að borga lausnargjald fyrir hann út úr fangelsi. Dae – su Oh finnur sig fljótlega læstan inn í einskonar klefa án útskýringa. Mánuðirnir líða og Dae –su hefur ekkert annað en sjónvarp til að drepa tíman og hann byrjar fljótlega að sjá ofsjónur um leið og hann er svæfður með gasi á hverri nóttu. Einn daginn kemst hann að því að konan hans hefur fundist myrt og að hann sé sá grunaði. Næstu 15 árin eyðir hann öllum sínum tíma í þjálfun, og þá aðallega að lemja veggi aftur og aftur, meðan hann skipuleggur flótta. Öflug byrjun kemur sögunni strax af stað, í dimmu umhverfi fylgjumst við með Dae-su þjást í fimmtán ár þangað til hann sleppur aftur í siðmenninguna. Áætlunarverk Dae-su er frekar augljóst eftir að hafa séð hann ganga í gegnum þessar hremmingar.
Oldboy er frábærlega skrifuð sem og kemur það fram í góðri flækju og söguþræði. Sagan á greinilega að rugla áhorfendur en um leið er notað „afturhvörfin“ (flashback) til að veita meira ljósi á söguna. Það var eitt í myndinni sem ég skyldi aldrei fullkomlega en það voru maurarnir. Mín getgáta er sú að með því átti að auka furðuleikan í myndinni, einfaldlega til að gera hana skrítnari. Einnig geta þeir verið þarna til að undirstrika einmannaleikan eins og Mi-do minnist á. Eitt veit ég en það er að mér fannst það mjög svalt element og gerði hana aðeins dulúðlegri.
Svalasta atriði myndarinnar er án efa bardagaatriðið á ganginum. Það þurfti 17 tilraunir á þremur dögum til að fullkomna það. Atriðið er líka ein samfelld taka sem mér finnst ótrúlegt miðað við það að þetta er bardagatriði og er örugglega tæpar fjórar mínútur, hlýtur að vera einhverskonar met. Auk þess eru engar tölvubrellur notaðar fyrir utan hnífinn sem endar í bakinu á Dae-su í miðjum bardaganum (hversu hart!!). Það sem er svona sérstakt við þetta atriði er hversu ólíkt það er öllu sem maður er vanur í Hollywood myndum, og raunar öllum myndum því að japönsku kung-fu myndirnar eru líka allt öðruvísi. Atriðið er týpískt í þeim skilningi að hann er einn á móti öllum en hann hefur engan ofurkraft né er hann meistari í bardagalistum. Í staðinn er hann búinn að kýla veggi svo lengi að hann er kominn með það þykka húð svo hann getur lamið endalaust. Útkoman verður einstök. Hvernig atriðið er tekið upp minnir dálítið á tölvuleik. Þar sem leikmaðurinn þarf að koma sér áfram í borðinu meðan hann tekst á við fjöldan allan af óvinum. Myndatakan er engu að síður eitt það flottasta við atriðið.
Aðspurður hvort hann vorkenndi ekki Choi Min-sik fyrir að þurfa að borða heilan lifandi kolkrabba, svaraði leikstjórinn Park Chan-Wook að hann vorkenndi frekar kolkrabbanum.
OM NOM NOM! |
Aðspurður hvort hann vorkenndi ekki Choi Min-sik fyrir að þurfa að borða heilan lifandi kolkrabba, svaraði leikstjórinn Park Chan-Wook að hann vorkenndi frekar kolkrabbanum.
Sögur hafa verið á kreiki að Steven Spielberg og Will Smith séu að hugsa um að endurgera Oldboy. Ég er viss um að ég sé ekki einn um að finnast það vera slæm hugmynd. Sumt á bara að fá að vera, sérstaklega eitthvað svona velheppnað. Hollywood myndi aldrei samþykkja að gera endurgerð af Oldboy með sama endi. Þeir sem hafa séð hana vita hvað ég meina!
Varðandi maurana þá held ég að þeir hafi átt að sýna að Dae-su væri að verða geðveikur, og þeir sem halda honum föngnum fara að dópa hann til þess að halda geðveikinni í skefjum.
ReplyDeleteMér finnst nú alveg smá Seven-fílingur yfir endanum, þ.a. það er ekki alveg sjálfsagt að Hollywood myndi breyta honum mikið (þótt það sé auðvitað mjög líklegt).
Fín færsla. 7 stig og mæting.