Jafar Panahi |
Aðeins á léttari nótunum þá er minnst á myndirnar hans og mér fannst lýsing á einni (The Mirror, 1997) hljóma mjög áhugverð. Í henni er ung stelpa í aðalhlutverki og fylgst er með henni koma sér heim úr skólanum. Í miðri mynd fær hún leið á því að leika í þessari mynd og stingur allt liðið af. Þá geta áhorfendurnir hlustað á stelpuna, því hún er ennþá með míkrófón á sér, og horft á ráðalaust kvikmyndatökuliðið ráfa um borgina að reyna að finna hana. Þessi mynd fær allaveganna prik fyrir frumleika!
Úr myndinni Mirror |
Panahi er núna í viðkvæmri stöðu þar sem hann er sakaður um að vera að gera mynd. Opinberar ásakanir á hendur honum eru: „ koma saman með áform um að fremja glæpi gegn þjóðaröryggi landsins“ og „áróður gegn íslamska lýðveldinu“. Hann er auk þess kærður fyrir að eiga „óviðeigandi myndir“ sem er að sjálfsögðu bara hlægilegt að kæra hann fyrir það. Svo lengi sem myndir innihalda ekki eitthvað siðferðislega rangt, og þá á ég helst við barnaklám, þá má hver sem er eiga þær. Ég ætla ekki að fara frekar í dómsmálið sjálft en ef þið hafið áhuga þá er „linkur“ hérna fyrir neðan sem vísar á greinina.
Það að fólk sé handtekið og stungið í fangelsi er algjörlega nýtt fyrir mér. Ég er alinn eiginlega algjörlega upp af vestrænum myndum og mér dytti ekki í hug að gera pólitíska kvikmynd gæti verið lögbrot. Ef Michael Moore yrði settur í steininn af bandaríska ríkinu fyrir myndirnar sínar gæti ég ímyndað mér að allt yrði vitlaust.
Mótmæli í kvikmyndaformi er fullkomlega rökrétt. Eftir að þær urðu til og náðu sínum vinsældum þá var bara tímaspursmál þangað til að þær urðu vopn gegn spilltum stjórnmálamönnum og samfélagsmeinum. Ég veit að ef ég væri mótmælandi í landi þar sem það er kolólöglegt að vera ósammála hinum alvitra forseta og hæstráðanda þá myndi ég nota kvikmyndir. Reyndar gæti það verið öfugt, ef ég væri leikjstjóri í þess konar landi þá væri ég mótmælandi, en það skiptir ekki öllu máli.
Aðal ástæða þess að ég myndi nota kvikmyndir er hversu auðvelt er að dreifa þeim. Bók á arabísku þarf að þýða og það getur verið mjög dýrt. Ég hef reyndar engar tölur til að styðja mig en ég er nokkuð viss um að það sé töluvert ódýrara að þýða texta fyrir mynd. Aðallega út af því að þar er notast við ódýrt talmál og hver sem er ætti að geta gert það auk þess þarf að þýða mun minna.
Það er auðvitað auðvelt að sitja og dæma eitthvað sem er að gerast hinum megin á hnettinum þar sem aðstæður eru allt öðruvísi en í ljósti aðstæðna vil ég meina að við sem búum við málfrelsi erum ekki þau einu sem finnast þetta fáránlegt. Í Egyptalandi er allt að verða vitlaust og mjög stutt síðan er að Tunis var í heimspressunni út af mótmælum. Fólk er komið með nóg af spilltum stjórnvöldum og að það sé þaggað niður í þeim sem virkilega þora að standa upp í hárinu á þeim. Ég vona innilega að Jafar Panahi og fleiri, því hann er svo sannarlega ekki sá eini, verði látnir lausir sem fyrst. Þetta er eitthvað sem þarf að breytast.
Þeir sem vilja nálgast greinina geta gert það hér: http://www.davidbordwell.net/blog/?p=11408
Flott færsla. 7 stig.
ReplyDelete