Wednesday, April 6, 2011

Dómur


Nei djók!
Afhverju valdi ég kvikmyndagerð? Í fyrsta lagi hef ég eins og flestir aðrir bara helvíti gaman að kvikmyndum og er það örugglega helsta ástæðan fyrir því að ég valdi það. Önnur ástæða var sú að ég hafði valið kvikmyndagerð í grunnskóla sem valfag og hafði skemmt mér konunglega þannig ég varð að prófa þetta.

Það sem mér fannst heppnast best í vetur voru fyrirlestrar frá leikstjórum. Allir sem komu voru mjög áhugaverðir og skemmtilegir og það var jafnvel skemmtilegra að hlusta á þá heldur en horfa á myndirnar þeirra. Ég hafði  líka alveg lúmkst gaman af kvikmyndasgöunni. Það er að segja þegar við byrjuðum að nálgast áttunda níunda áratuginn og síðar. Ég hafði minna gaman að læra um mismunandi gerðir myndavéla og horfa á hljóðlausar gamlar myndir um einhvern hund að hlaupa. Fyrir utan einstaka meistaraverk þá finnst mér bara þessar gömlu myndir frekar leiðinlegar.

Við tókum tvö kaflapróf sem voru töluvert mismunandi. Í fyrra prófinu fannst mér of mikil áhersla vera lögð á einstaka leikstjóra og myndir eftir þá og gerði það lærdóminn leiðinlegri. Ég var miklu sáttari með seinni prófið og finnst að þau ættu bæði að vera þannig upp byggð. Í því var nánast ekkert um einstaka leikara fyrir utan nokkra krossa því það þarf náttúrulega eitthvað til að halda manni frá tíunni. Meiri áhersla var lögð á stóra atburði og skemmtilegri hliðar sögunnar. En kannski var það bara ég þar sem ég hafði meiri áhuga á þessu í seinni partinn. Einnig var ég mjög feginn að vera ekki spurður út í japanska leikstjóra þar sem ég get nánanst ómögulega munað hvað þeir heita.

Eins og ég held að ég hafi sagt í síðasta bloggi þá er ég mjög ánægður með allar myndirnar sem við gerðum í vetur. Sú versta var örugglega heimildamyndin en ég hefði viljað gera hana mun betur.
Ég las bloggið hans Þorsteins og sá einn punkt þar sem ég var sammála. Þegar við vorum í kvikmyndagerð í austó þá voru tímarnir þannig að við fengum myndavél og svo áttum við að gera eitthvað með hana. Þannig voru allir tímarnir og það kom ýmislegt út úr því. Við gerðum sketsa og stuttmyndir. Þú (Siggi) segist einmitt vilja koma að minnsta kosti einni mynd að og ég held að þetta sé kjörinn lausn sem Þorsteinn kom með. Láta fólk mynda hópa sem notar morguntímana í að hlaupa um og taka mini verkefni. Það heppnaðist allavega vel í grunnskóla.

Það sem einkenndi dálítið kvikmyndagerð í vetur er áhugaleysi. Ég skil það fullkomlega að þetta fag er ekki númer eitt á listanum þegar það kemur að fara yfir verkefni og svoleiðis. En það kom sterkast fram í því að fara yfir bloggin en það gat dregist á langinn. Þetta smitaði auðvitað og það leið oft mjög langur tími milli blogga hjá mér eiginlega út af því að mér leið eins og ég þyrfti ekki að gera þau. Mér finnst þetta frekar leiðinlegt því það sést svo greinilega að þú hafir mikinn áhuga á þessu og hafir gaman að því að kenna og tala um kvikmyndir. Þá er spurningin bara sú hvort það sé sniðugt að biðja fólk um að blogga. Ég er ekki að reyna að segja að bloggin séu hræðileg (þvert á móti gat stundum verið gaman að pæla aðeins meira í myndum) en það gat verið helvíti erfitt að setjast niður og koma hugsunum sínum í orð.
Eitthvað svona nema með færri bókum og fleiri MR-ingum


Ég fékk hugmynd meðan ég skrifaði síðustu málsgrein hugmynd! Í staðinn fyrir bloggin gæturu haft nokkra tíma þar sem heimavinnan er að horfa á mynd og pæla aðeins í henni. Svo í einhverjum tíma þá myndu allir segja frá myndinni sem þeir horfðu á. Þetta er svipað eins og er með bókatíma í öðrum skólum. Þar sem nemendur þurfa að lesa 5 bækur og tala síðan um þær við kennarann. Þetta var bara smá hugmynd. =P

1 comment:

  1. Takk fyrir góðar ábendingar. 10 stig.

    Virkilega skemmtileg hugmynd með spjalltímana!

    Eins og ég kommentaði hjá Þorsteini, þá finnst mér rosa fín hugmynd að vinna meira með myndavélina í tímum.

    Ég veit alveg upp á mig sökina með yfirferðina, og það er eiginlega alveg óafsakanlegt. Þetta er nú ekki þannig að það fari heil eilífð í að fara yfir nokkur blogg.

    ReplyDelete