Um helgina horfði ég á frægu trílógíuna Hringadrottinssaga sem var leikstýrð af Peter Jackson. Það er frekar skrítið að hann hafi fengið að leikstýra jafn metnaðarfullu verki og þessu en fyrri myndir hans eru frekar tæpar fyrir þann markað sem Hollywood einbeitir sér að. Hann sérhæfði sig í að gera einskonar splatter myndir eins og Braindead og Bad Taste. Ég hef reyndar séð báðar og mæli með þeim því þær eru fyndnar og aðeins öðruvísi þó þær geti verið dálítið ógeðfelldar á tímum. Allavega, nóg um Jackson.
Ég heillast oft af myndum sem gerast í ævintýraheimum á borð við Middle Earth (Miðgarður minnir mig að það sé á íslensku) og þess vegna var ég fljótur að detta inn í þessa og ég man hvað það var erfitt að bíða alltaf eftir næstu mynd á sínum tíma.
Það ættu allir að þekkja Hringadrottinssögu og ég ætti því ekki að þurfa að segja mikið um söguþráðinn, kannski bara aðeins til að lengja bloggið. Hún fjallar um Hobbitann Fróða sem fær hring frá frænda sínum og þarf að farga honum í miklu eldfjalli. En það er hreint ekki eins auðvelt og það hljómar því þó það séu margir sem vilja hjálpa honum þá eru þó nokkuð fleiri sem vilja eignast hringinn fyrir sjálfan sig eða koma honum í hendurnar á hinum illa Sauron. Til að bæta gráu ofan á svart þá er hringurinn sjálfur illur og það verður sífellt erfiðara fyrir Fróða að bera hann þar sem hann þarf auk þess að glíma við ýmsar hættur.
Ég hef bæði hitt fólk sem elskar þessa mynd og hatar. Þó að ég sé nokkuð viss um að fyrri hópurinn sé fjölmennari þá sumt sem ekki er hægt að taka frá þessari mynd. Í fyrsta lagi er hún gífurlega metnaðarfull. Mikil vinna var lögðu í búninga auk þess sem mikið af leikmyndum voru búnar til fyrir myndina. Hún er einfaldlega bara ótrúlega flott, maður er ekki lengi að kaupa það að þetta sé heimur með göldrum, álfum, dvergum, drekum, illu og góðu og ég er nokkuð viss um það séu ekki margir sem myndu slá hendinni á móti því að fá að kíkja þangað í sumarfríinu svona einu sinni. Í öðru lagi er hún bæði vel leikin og tekin upp. Mér finnast persónurnar flestar mjög trúverðugar og skemmtilegar, bæði þær vondu og góðu.
Peter Jackson, sjáiði hvað hann er orðinn flottur kallinn! |
Hringadrottinssaga eru auðvitað bækur eftir J.R.R. Tolkien og höfðu þessar myndir því töluverðan „fan base“ áður en þær voru gerðar. Ég skammast mín alltaf dálítið að hafa aldrei lesið þær og set það sem markmið á næstum hverju ári. En það er reyndar örugglega helsti gallinn við myndirnar að þær séu gerðar eftir bókum. Allar þrjár bækurnar eru þykkar og endalaust af hlutum eru þar sem ekki var hægt að setja inní myndina. Margir hafa örugglega orðið svekktir að sjá sumum persónum sleppt eða að sum atriði hafi ekki verið í myndinni.
Engu að síður voru myndirnar hver um sig þrír tímar og ég er nokkuð viss um að það hafi ekki verið algengt hér áður fyrr. Þó það sé ekki heldur algengt nú þá er ég viss um að Hringadrottinssaga hafi brotið ísinn og gert það aðeins auðveldara fyrir leikstjóra að framleiða myndir sem eru virkilega langar. Ég held að enginn hafi trúað því að meðal maðurinn hafi getað setið í bíó svona lengi fyrir Hringadrottinssögu.
Svo er gaman að segja frá því að vegna vinsælda myndarinnar fékk Peter Jackson leifi fyrir að gera mynd eftir Hobbitanum sem gerist undan Hringadrottinssögu. Við bíðum bara spennt, ég veit að ég geri það.
Ágæt færsla. 7 stig.
ReplyDeleteJackson var nú búinn að leikstýra öðru en bara splattermyndum. Hann gerði Heavenly Creatures með Kate Winslet, sem ég mæli með, og ágæta gaman-hrollvekju með Michael J. Fox, The Frigteners. Báðar þessar myndir þóttu sýna mjög góðar tæknibrellur, og ég held að það hafi verið stór þáttur í því af hverju hann fékk að gera LOTR - hann gat boðið upp á ódýrar en flottar tæknibrellur.