Nú eru um tvær vikur síðan ég, Þorsteinn, Ármann og Villi hófum tökur á stuttmyndinni okkar og ætla ég að segja aðeins frá því hvernig það gekk. Ég átta mig á því að þegar þetta er skrifað er ekki búið að frumsýna myndina þannig ég skal reyna að setja spoiler alert ef eitthvað krassandi kemur á eftir.
Fyrst kom að sjálfsögðu hugmyndavinnan, við vorum með tvær hugmyndir í gangi og vorum dálítið ósammála um hvora ætti að velja. Við enduðum á þvi að kjósa og styst er að segja frá því að ég tapaði! Ég var samt alls ekki ósáttur því ég var mjög hrifinn af báðum hugmyndunum en mér fannst einfaldlega að sú sem tapaði væri mun einfaldari og auðveldari í framkvæmd. Það var kannski líka helsti galli hennar hvað hún var einmitt einföld. Ef þið eruð forvitin hver hin hugmyndin var þá getiði spurt okkur í skólanum J.
Þegar það var komið á hreint hvaða mynd við vildum gera var sest niður og skrifað handritið. Við höfðum góða hugmynd hvernig við vildum framkvæma þetta en þó voru nokkrar holur í plottinu sem þurftu lagfæringu. Þegar handritið var loks tilbúið gátu tökur hafist. Nei, bíddu það var eitt eftir en það var að ákveða hlutverk. Í myndinni er eiginlega bara eitt aðalhlutverk og svo önnur miklu minni. Það var ekki mikil kosning um þetta heldur varð Villi nokkurn veginn sjálfkjörinn, hvort sem honum líkaði betur eða verr.
Við prentuðum handritiðút og keyrðum út um allan bæ að taka upp atriðin. Þrátt fyrir að hafa nokkurn veginn ákveðið hvernig við vildum að myndin væri þá spretta að sjálfsögðu alltaf upp hugmyndir á tökustað en það er einmitt eitt af því sem ég elska við þetta.
*Minor Spoiler Alert*
Partýið í byrjun myndarinnar fannst mér sérstaklega skemmtilegt, aðallega hvernig við fórum að því að taka það upp. Ég er að tala um það þegar villi ráfar um eins og hann sé blindfullur. Við vorum búnir að ákveða að við ætluðum að hafa hann í partýi en vorum í bölvuðu basli með hvar við vildum hafa það og hvernig við ættum að fjölmenna það. Þá datt okkur það í huga að hafa partýið einfaldlega í kjallaranum mínum . Við tókum fram sól (mjög sterkt ljós) og huldum það að hluta með tuskum og settum sprite flöskur fullar af vatni fyrir framan hana. Þetta gerði lýsinguna dálítið skemmtilega og myndaði smá partý stemmingu, eða það fannst okkur allavega. Það besta var hinsvegar hvernig við redduðum því að fjölmenna partýið. Eins og sést í myndinni þá létum við Villa halda á myndavélinni að sér ská upp, þið skiljið mig þegar þið sjáið myndina. Það næsta sem við gerðum var einfaldlega að hækka tónlistina í botn og síðan byrjuðum við hinir (ég, Þorsteinn og Ármann) að hoppa í kringum Villa. Ég á reyndar eftir að sjá útkomuna en mér fannst þetta skemmtileg lausn og ég vona að þetta hafi komið vel út.
*spoiler líkur*
Ef ég þyrfti að taka upp aðra stuttmynd þá væru nokkrir hlutir sem ég myndi gera öðruvísi. Í fyrsta lagi myndi ég dreifa allir vinnunni yfir lengri tíma. Það var vissulega mikið að gera hjá okkur í öðrum fögum og ekki um marga daga að velja þegar það kom að því að vinna í myndinni en eftir að hafa eitt heilum degi í að skrifa handritið og síðan þremur heilum dögum í röð að taka upp þá lá við að ég mundi æla þegar við ætluðum að byrja að klyppa....
Annað sem ég hefði líka viljað gera er að hafa tekið flestar senurnar oftar upp. Þegar maður loksins byrjar að klyppa þá hefur maður ekki lengur aðgang að myndavélinni ( eða bara getur ekki ímyndað sér að skella sér í tökur eftir síðustu session). Þannig ef ekki tókst vel að taka upp sum atriði þá getur klyppivinnan verið mun erfiðari.
Það er ekki mikið annað sem mér dettur í hug nema kannski að byrja að vinna í stuttmyndinni eins fljótt og auðið er. Það er bara miklu skemmtilegra að taka upp mynd ef maður er ekki í stresskasti og þá getur maður líka leyft sér fleiri hluti.
Mér fannst partísenan koma mjög skemmtilega út. Hrós fyrir hugvitssemi!
ReplyDeleteSkemmtileg færsla. 8 stig.