Friday, April 1, 2011

Tangled

Ekkert lítið af hári!

Rapunzel: Something brought you here, Flynn Rider. Call it what you will... fate... destiny...
Flynn Rider: A horse.


Sem krakki var ég sannkallað disney frík. Enn þann dag í dag get ég talað með til dæmis Herkúles, Aladdín og Lion King. Þá er ég ekki að tala um einstök atriði eða setningar heldur alla myndina. Reyndar átti ég það til að horfa á þessar myndir sex sinnum á dag í tíu ár þannig það er kannski ekkert skrítið. Það sem ég er að reyna að segja að ég hef alltaf haft gaman af Disney myndum. Hinsvegar þá hætti ég að horfa á teiknimyndir ( fyrir utan einstaka pixar meistaraverk, þ.e.a.s. allar pixar myndirnar)  um tólf ára aldur. Það var ekki fyrr en í gær að ég horfði á fyrstu Disney myndina mína í mjög langan tíma.


Ég ætlaði að fara á þessa í bíó en komst að því mér til mikillar mæðu að þegar það kemur að teiknimyndum þá hætta sýningar á ensku miklu fyrr helduru en þær á íslensku. Ég var þessvegna að bíða þolinmóður eins og hinir þangað til að myndin kom út á dvd. Því ég ætlaði ekki að downloada einhverri rosalegri 3d mynd í lélegum cam gæðum****.

Svo kom loks að því að mér tókst að nálgast eintak og var það fljótlega spilað í fartölvunni. Allir þekkja söguna af stelpunni með löngu gullnu lokkana sem var læst upp í turninum og eina leiðin upp í turninn var að kalla á hana svo hún myndi láta ljósu lokkana falla til að hægt væri að klifra upp. Ég man ekki hvað hún heitir á íslensku en á ensku heitir hún Rapunzel. Tangled er lauslega byggð á þessari sögu en bætt er við nokkrum heillandi og skemmtilegum persónum auk þess sem sagan er auðvitað öðruvísi.

Tangled fjallar um prinsessuna Rapunzel sem var rænt af gamalli konu því hár hennar bjó yfir galdramætti. 
Með því að syngja getur Rapunzel læknað sár auk þess sem hárið hennar hefur einskonar yngingarmátt sem er einmitt ástæða þess að henni er rænt.  Gamla konan elur Rapunzel upp og lætur hana halda að hún sé dóttir sín. Á meðan geymir hún hana í turni til þess eins að geta notað yngingar mátt hársins. Hinsvegar finnur Rapunzel það innst inni að hún eigi í rauninni ekki heima í þessum turni strýkur hún ásamt sjarmerandi þjófinum Flynn Rider.

Ég verð að viðurkenna að þegar ég les lýsinguna mína á myndinni þá hljómar hún ekki mjög spennandi, eiginlega bara eins og týpístk ævintýri.  En ég sem „Disney frík“ þá get ég fullvissað þig, kæri lesandi, að þetta er ein af þessum stóru. Hún á heima með með klassíkunum sem voru gerðar hérna áður fyrr.

Þegar ég var búinn að horfa á Tangled þá byrjaði ég að lesa mér um hana á netinu, svona eins og maður gerir með flest allt, og ég komst að nokkrum hlutum en kannski ekkert sérstaklega áhugaverðum. Helst er kannski að Tangled er dýrasta teiknimynd sem hefur verið gerð og auk þess næst dýrasta kvikmynd sem ger hefur verið á eftir Pirates of the Caribbean: At World‘s End.

****Ég segi þetta í algjöru gríni, ég stunda ekki ólöglegt niðurhal.



1 comment:

  1. Ágæt færsla. 6 stig.

    Hvernig ætli þeim hafi tekist að eyða öllum þessum pening í teiknimynd?

    ReplyDelete