Thursday, March 31, 2011

V for Vendetta


 Ætla að koma því strax á framfæri að ætla aðeins að tala um myndina, en myndin og bókin eru ekki alltaf samstíga í öllu. Fyrir þá sem vissu það ekki þá er V for Vendetta upprunalega teiknimyndasaga skrifuð af Alan Moore, endilega kynnið ykkur hana.


In view, a humble vaudevillian veteran cast vicariously as both victim and villain by the vicissitudes of Fate. This visage, no mere veneer of vanity, is a vestige of the vox populi, now vacant, vanished. However, this valorous visitation of a bygone vexation stands vivified and has vowed to vanquish these venal and virulent vermin vanguarding vice and vouchsafing the violently vicious and voracious violation of volition! The only verdict is vengeance; a vendetta held as a votive, not in vain, for the value and veracity of such shall one day vindicate the vigilant and the virtuous. [laughs] Verily, this vichyssoise of verbiage veers most verbose, so let me simply add that it’s my very good honor to meet you and you may call me “V”
                               -V


Ætla að koma því strax á framfæri að ætla aðeins að tala um myndina, en myndin og bókin eru ekki alltaf samstíga í öllu. Fyrir þá sem vissu það ekki þá er V for Vendetta upprunalega teiknimyndasaga skrifuð af Alan Moore, endilega kynnið ykkur hana.
Löng en ótrúlega svöl tilvitnun. Ég man það eins og í gær þegar ég fór á V for Vendetta í bíó, það var í Háskólabíói árið 2006 með félögunum mínum úr körfubolta. Man reyndar örugglega bara eftir ferðinni því að dyravörðurinn ákvað að velja einn úr hópnum okkar og meina honum aðgang því hann væri ekki nógu gamall... meira fíflið. En nú að myndinni.
                 
Myndin gerist árið 2020 í Bretlandi. Þar hefur Adam Sutler misnotað sér aðstæður til að taka sér einræðis vald og gert það að fasista ríki. Við fáum fljótt að sjá að þetta hefur farið illa með Breta þar sem samkynhneigð er bönnuð, mikil ritskoðun ríkir, tíð útgöngubönn, spilltir embættismenn og marg fleira er í þessu fasista ríki.
                
 Aðal söguhetjan er Evey sem vinnur hjá sjónvarpstöð ríkisins.( Sem er að sjálfsögðu gjörspillt eins og við sjáum því Evey veit hvenær fréttaþulurinn fer með rangar fréttir því hann blikkar augunum stöðugt.) Líf hennar breytist á svip stundu þegar hún er á rölti ein um kvöld eftir útgöngubann. Þá ráðast tveir lögreglumenn á hana en henni er sem betur fer bjargað af dularfullum, grímuklæddum (duh!) manni. Þetta er að sjálfsögðu V sem myndin er skýrð eftir.
                
 V er án efa mest sjarmerandi ofurhetja sem ég veit um. Ég veit eignlega ekki hvernig ég á að útskýra það... hann er auðvitað hnittinn, bráðgáfaður og allt þetta klassíska en það er eitthvað meira. Kannski er það það að hann býr ekki yfir sérstökum ofurkröftum og er því aðeins berskjaldaðari heldur en flestar aðrar hettuklæddar hetjur. Hann hefur lítið annað en hnífasettið sitt og óvenju fiman líkama, en ég vil meina að það sé ekki ofurkraftur. Allaveganna, þá verður Evey einn helsti bandamaður V og framtíð þeirra vefst saman í miklum háskaleik upp á líf og dauða.

*Spoiler Alert*
Löngu síðar heyrði ég að trailer myndarinnar sem sýndur var í bíóhúsum og í sjónvarpinu hafi skemmt myndina fyrir mörgum. Megin plottið var að sjálfsögðu hvort honum mundi nú takast að sprengja upp ráðhúsið. Höfundi trailersins hefur fundist atriðið þar sem ráðhúsið spryngur í rauninni upp alveg geðveikt því hann ákvað að setja það í trailerinn... sem mér finnst aðeins of heimskulegt. En ég vil samt undirstrika það að þrátt fyrir að einhver skyldi vita að V takist loka áætlunarverk sitt þá er svo miklu meira í þessari mynd sem vert er að skoða. 


Ef myndbandið skyldi ekki virka =)



Monday, January 31, 2011

Oldboy

When life gives you a hammer...

Oldboy er Suður Kórísk mynd frá árinu 2003 eftir leikstjóran Park Chan-wook. Hún er önnur í þríleiknum The Vengeance Trilogy þar sem fyrsta myndin er Sympathy for Mr. Vengeance og sú síðasta er Sympathy for Lady Vengeance.


Myndin hefst árið 1988 þar sem vinur söguhetjunnar Dae- Su Oh er nýbúinn að borga lausnargjald fyrir hann út úr fangelsi. Dae – su Oh finnur sig fljótlega læstan inn í einskonar klefa án útskýringa. Mánuðirnir líða og Dae –su hefur ekkert annað en sjónvarp til að drepa tíman og hann byrjar fljótlega að sjá ofsjónur um leið og hann er svæfður með gasi á hverri nóttu. Einn daginn kemst hann að því að konan hans hefur fundist myrt og að hann sé sá grunaði.  Næstu 15 árin eyðir hann öllum sínum tíma í þjálfun, og þá aðallega að lemja veggi aftur og aftur, meðan hann skipuleggur flótta. Öflug byrjun kemur sögunni strax af stað, í dimmu umhverfi fylgjumst við með Dae-su þjást í fimmtán ár þangað til hann sleppur aftur í siðmenninguna. Áætlunarverk Dae-su er frekar augljóst eftir að hafa séð hann ganga í gegnum þessar hremmingar.


Oldboy er frábærlega skrifuð sem og kemur það fram í góðri flækju og söguþræði. Sagan á greinilega að rugla áhorfendur en um leið er notað „afturhvörfin“ (flashback) til að veita meira ljósi á söguna. Það var eitt í myndinni sem ég skyldi aldrei fullkomlega en það voru maurarnir. Mín getgáta er sú að með því átti að auka furðuleikan í myndinni, einfaldlega til að gera hana skrítnari. Einnig geta þeir verið þarna til að undirstrika einmannaleikan eins og Mi-do minnist á. Eitt veit ég en það er að mér fannst það mjög svalt element og gerði hana aðeins dulúðlegri.


Svalasta atriði myndarinnar er án efa bardagaatriðið á ganginum. Það þurfti 17 tilraunir á þremur dögum til að fullkomna það. Atriðið er líka ein samfelld taka sem mér finnst ótrúlegt miðað við það að þetta er bardagatriði og er örugglega tæpar fjórar mínútur, hlýtur að vera einhverskonar met. Auk þess eru engar tölvubrellur notaðar fyrir utan hnífinn sem endar í bakinu á Dae-su  í miðjum bardaganum (hversu hart!!). Það sem er svona sérstakt við þetta atriði er hversu ólíkt það er öllu sem maður er vanur í Hollywood myndum, og raunar öllum myndum því að japönsku kung-fu myndirnar eru líka allt öðruvísi. Atriðið er týpískt í þeim skilningi að hann er einn á móti öllum en hann hefur engan ofurkraft né er hann meistari í bardagalistum. Í staðinn er hann búinn að kýla veggi svo lengi að hann er kominn með það þykka húð svo hann getur lamið endalaust. Útkoman verður einstök. Hvernig atriðið er tekið upp minnir dálítið á tölvuleik. Þar sem leikmaðurinn þarf að koma sér áfram í borðinu meðan hann tekst á við fjöldan allan af óvinum. Myndatakan er engu að síður eitt það flottasta við atriðið. 


OM NOM NOM!

Aðspurður hvort hann vorkenndi ekki Choi Min-sik fyrir að þurfa að borða heilan lifandi kolkrabba, svaraði leikstjórinn Park Chan-Wook að hann vorkenndi frekar kolkrabbanum.


Sögur hafa verið á kreiki að Steven Spielberg og Will Smith séu að hugsa um að endurgera Oldboy. Ég er viss um að ég sé ekki einn um að finnast það vera slæm hugmynd. Sumt á bara að fá að vera, sérstaklega eitthvað svona velheppnað. Hollywood myndi aldrei samþykkja að gera endurgerð af Oldboy með sama endi. Þeir sem hafa séð hana vita hvað ég meina!


Saturday, January 29, 2011

Kvikmyndagrein


Jafar Panahi
Jafar Panahi er íranskur leikstjóri sem hlaut dóm þann 20. desember. Þar var hann dæmdur í 6 ára fangelsi auk þess sem að næstu 20 árin má hann ekki leikstýra myndum, skrifa handrit eða veita viðtöl, hvorki við erlenda eða innlenda miðla. Auk þess má hann ekki yfirgefa landið.


Aðeins á léttari nótunum þá er minnst á myndirnar hans og mér fannst lýsing á einni (The Mirror, 1997) hljóma mjög áhugverð. Í henni er ung stelpa í aðalhlutverki og fylgst er með henni koma sér heim úr skólanum. Í miðri mynd fær hún leið á því að leika í þessari mynd og stingur allt liðið af. Þá geta áhorfendurnir hlustað á stelpuna, því hún er ennþá með míkrófón á sér, og horft á ráðalaust kvikmyndatökuliðið ráfa um borgina að reyna að finna hana. Þessi mynd fær allaveganna prik fyrir frumleika!

Úr myndinni Mirror


Panahi er núna í viðkvæmri stöðu þar sem hann er sakaður um að vera að gera mynd. Opinberar ásakanir á hendur honum eru: „ koma saman með áform um að fremja glæpi gegn þjóðaröryggi landsins“ og „áróður gegn íslamska lýðveldinu“. Hann er auk þess kærður fyrir að eiga „óviðeigandi myndir“ sem er að sjálfsögðu bara hlægilegt að kæra hann fyrir það. Svo lengi sem myndir innihalda ekki eitthvað siðferðislega rangt, og þá á ég helst við barnaklám, þá má hver sem er eiga þær. Ég ætla ekki að fara frekar í dómsmálið sjálft en ef þið hafið áhuga þá er „linkur“ hérna fyrir neðan sem vísar á greinina.


Það að fólk sé handtekið og stungið í fangelsi er algjörlega nýtt fyrir mér. Ég er alinn eiginlega algjörlega upp af vestrænum myndum og mér dytti ekki í hug að gera pólitíska kvikmynd gæti verið lögbrot. Ef Michael Moore yrði settur í steininn af bandaríska ríkinu fyrir myndirnar sínar gæti ég ímyndað mér að allt yrði vitlaust.


Mótmæli í kvikmyndaformi er fullkomlega rökrétt. Eftir að þær urðu til og náðu sínum vinsældum þá var bara tímaspursmál þangað til að þær urðu vopn gegn spilltum stjórnmálamönnum og samfélagsmeinum. Ég veit að ef ég væri mótmælandi í landi þar sem það er kolólöglegt að vera ósammála hinum alvitra forseta og hæstráðanda þá myndi ég nota kvikmyndir. Reyndar gæti það verið öfugt, ef ég væri leikjstjóri í þess konar landi þá væri ég mótmælandi, en það skiptir ekki öllu máli.


Aðal ástæða þess að ég myndi nota kvikmyndir er hversu auðvelt er að dreifa þeim. Bók á arabísku þarf að þýða og það getur verið mjög dýrt. Ég hef reyndar engar tölur til að styðja mig en ég er nokkuð viss um að það sé töluvert ódýrara að þýða texta fyrir mynd. Aðallega út af því að þar er notast við ódýrt talmál og hver sem er ætti að geta gert það auk þess þarf að þýða mun minna.


Það er auðvitað auðvelt að sitja og dæma eitthvað sem er að gerast hinum megin á hnettinum þar sem aðstæður eru allt öðruvísi en í ljósti aðstæðna vil ég meina að við sem búum við málfrelsi erum ekki þau einu sem finnast þetta fáránlegt. Í Egyptalandi er allt að verða vitlaust og mjög stutt síðan er að Tunis var í heimspressunni út af mótmælum. Fólk er komið með nóg af spilltum stjórnvöldum og að það sé þaggað niður í þeim sem virkilega þora að standa upp í hárinu á þeim. Ég vona innilega að Jafar Panahi og fleiri, því hann er svo sannarlega ekki sá eini, verði látnir lausir sem fyrst. Þetta er eitthvað sem þarf að breytast.




Þeir sem vilja nálgast greinina geta gert það hér: http://www.davidbordwell.net/blog/?p=11408

Friday, January 28, 2011

Frönsk kvikmynd

Micmacs (Micmacs à tire-larigot)

Micmacs er nýjasta mynd leikstjórans Jean-Pierre Jeunet (ég er á þeirri skoðun að helmingur Frakka bera nafnið Jean bara eftir að hafa séð credit listann!!) Hann er enginn nýliði og hefur leikstýrt 11 myndum og nokkrar töluvert frægar, allaveganna kannaðist ég við þær. Í safni hans eru til dæmis Le fabuleux destin d‘Amélie Poulain og Alien Resurrection. Ég hef borið mikla virðingu fyrir frönskum myndum eftir að ég sá Taxi myndirnar þó ég hafi ekki mikið verið að horfa á fleiri. Hinsvegar eftir að hafa séð Micmacs held ég að ég fari að leita að fleiri frönskum gullmolum.

Ég þekkti heldur ekki franska nafnið!
Þetta nafn þekkti ég hinsvegar ^^

             

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú að einhverju allt öðru, en samt ekki. Bazil lendir í því ungur að missa pabba sinn eftir að hann steig á jarðsprengju. Lífið er enginn dans á rósum hjá Bazil, þegar hann er orðinn fullorðinn maður fær hann kúlu í höfuðið en nær þó að lifa af. Það mætti segja að hann verði frekar skrítinn eftir þá lífsreynslu og líf hans tekur óvænta stefnu. Hann kynnist hóp af undarlegu fólki sem tekur honum opnum örmum og verður honum eins og fjölskylda. Líf hans virðist vera að komast í fastar skorður þangað til að hann finnur mennina sem framleiddu jarðsprengjuna og kúluna. Þá ákveður Bazil að taka til sinna ráða.

            Eitt af því sem ég tók mest eftir voru svipbrigðin í myndinni. Það var kannski út af því að þetta var erlend mynd og ég skyldi ekki hvað fólkið var að segja. Hún var textuð á ensku en mér finnst það ekki vera eins. Að manneskja segi þér annars vegar hvernig henni líður er ekkert skylt því að ef hún myndi rétta þér útfillt A4 blað stútfullt af lýsingarorðum. Því reyndi ég miklu meira að fylgjast með því hvernig persónurnar sögðu hlutina og ég skemmti mér konunglega við það. Mörg bestu atriðin voru líka einmitt þau þar sem enginn sagði neitt!

Myndin var að sjálfsögðu ekki gallalaus en það sem mér fannst helst vera að var kannski ekki við myndina að sakast. Þar sem hún var á frönsku þá held ég að ég hafi ekki fattað fínri orðaleikina og húmorinn í þeim. Mig grunaði allaveganna sterklega að það væri eitthvað meira í gangi en það sem stóð í textanum, en kannski er það bara ég.

Músíkin var mjög spes og ég er eiginlega ekki viss um hvað mér fannst um hana. Ég get sætt mig við það að hún passaði vel við þá stemmingu sem myndið var að búa til. Þið getið heyrt aðal þemalagið í „trailerinum“ hérna neðst

Myndin sjálf var alveg ótrúlega sniðug. Án þess að skemma fyrir ætla ég að reyna að útskýra hvað ég á við. Góðu kallarnir í myndinni voru með áætlunarverk sem þeim þurfti að takast og það var einmitt hvernig þau fóru að öllu því sem þau þurftu að gera sem ég elskaði mest. Það var sama hvað þurfti að gera þau urðu að gera það á einhvern flippaðan og stórfenglegan hátt.

Sem er einmitt næsti punkturinn minn. Myndin er algjört augnakonfekt. Hún ber ákveðinn ævintýrlegan blæ sem minnir helst á pan's labyrinth. Einhverskonar framandi ævintýraheimur þar sem allt er frekar ógnvekandi en spennandi. Þó að það séu engar klassískar ævintýraverur í Micmacs þá hefði umhvefið og þá helst „aðal bælið“ alveg geta boðið upp á að hýsa álfa og huldufólk.

Eins og á minntist lítilega á hérna áðan þá hafði ég mjög gaman af þessari mynd og gæti vel ímyndað mér að fara á hana aftur og jafnvel einu sinni enn. Húmorinn er stórkostlegur og myndin sjálf er ótrúlega sniðug. Músíkin er frekar „spes“ en það er einmitt það sem lýsir henni best. Micmacs er skemmtilega „spes“.



Friday, December 3, 2010

Hot Fuzz

Ég er nokkuð viss um að Hot Fuzz sé afar sniðug og einstaklega skemmtileg jafnvel þó að þú hafir aldrei séð stóra testosteron fulla hasar löggu mynd fulla af sprengingum. Í grunninn þá fengiur þessa mynd ef þú myndir biðja Michael Bay um að búa til mynd í litlu ensku þorpi. Útkoman gæti verið eitthvað þessu líkt en hún væri ekki nærrum því jafn sjarmerandi. Eftir að hafa horft á Shaun of the Dead fyrir nokkrum vikum varð ég einfaldlega að sjá næstu mynd eftir leikstjórann Edgar Wright og aðalleikaranna Simon Pegg og Nick Frost. Myndin fjallar um ofur lögguna Nicolas Angel, lögregluþjón með fjórum sinnum hærra kæruhlutfall( conviction rate) heldur en nokkur annar af samstarfsmönnum hans, þegar hann er skipaður til litla þorpsins Stanford.
        
Add caption

Það sem kemur á eftir er hálfur „upp úr þurru“ húmor, hálf fáránleg samsæris skopstæling og hálf gagnrýni á samfélög í litlum þorpum. Ég ger mér grein fyrir að þetta eru þrír helmingar en þessi mynd er bara það góð! Wright og Pegg vinna virkilega vel saman. Myndin gagnrýnir viðhorf lítilla enskra samfélaga. Það viðhorf að allt hefur virkað í margar kynslóðir og það er ekkert að fara að breytast núna. Þetta er þannig að hugarfar að sá sem er ekki fæddur inn í samfélagið mun alltaf, meðvitað eða ekki, vera utangarðs. Wright og Pegg ná þessu nærrum fullkomlega á filmu. Ef þeir væru ekki svona fyndnir þá væri þetta sorglegt! Wright sýnir hæfileika sína sem leikstjóri í þessari mynd. Hann lætur það líta út fyrir að hafa jafn stórt „budget“ og Bay, jafnvel þó að við vitum að svo geti ekki verið.
Enginn glæpamaður er öruggur!
 Helsti styrkleiki Wright er hinsvegar hvernig hann mannar hlutverkin. Það er alveg hreint stórkostlegt. Jafnvel hin minnstu hlutverk eru löðrandi af bresku hæfileikafólki (þar á meðal Paddy Considine sem hefur leikið í Bourne Ultimatum og In America). Einnig í stærri hlutverkum eru til dæmis Jim Broadbent og Tomothy Dalton. Timothy Dalton. Svona án djóks hann er ótrúlegur. Ég var einn af þeim sem hafði gaman af Bond myndunum hans en ef þér finnst að hann hafi nærrum því eyðilagt myndirnar, engar áhyggjur, hann bætir það upp að fullu í þessari. Sem Skinner, yfirmaður í súpermarkaðinum (slæm sletta), með sitt mikla yfirvaraskegg hreinlega geislar af sjarma. Skeggið hjálpar án efa.
Hot Fuzz er klassísk breskur gamanleikur, en með aðeins erlendu tvisti. Ég mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af myndum á borð við Bad Boys eða öllum bresku klassíkunum.

RIFF!!!!!!


Riff 2010 var fyrsta kvikmyndahátíðin sem ég hef farið á og ég get sagt með nokkri vissu að hún verður ekki sú síðasta. Ég fór ekki á eins margar myndir og ég hafði viljað og sá kannski ekki eins margar góðar myndir og hafði viljað. Eitt er víst að á þessari hátíð upplifaði ég með skemmtilegustu atvikum sem komið hafa fyrir mig í kvikmyndahúsum. Ég hafði til dæmis aldrei gengið út í miðri mynd en ég tel það ekki vera síður eftirminnilegt atvik eins og að sjá skemmtielga hasar senu. Hér á eftir ætla ég að koma með heildarlista yfir allar myndir sem ég sá og mitt álit á þeim.

Cyrus

Þar sem þetta var opnunarmynd hátíðarinnar ,auk þess sem margir mæltu með henni því að hún væri líklegast „venjulegust“ af öllum hinum,  ákvað ég að fara á þessa. Myndin byrjar frekar týpískt á hinu klassíska „boy metts girl“. Söguhetjan John kynnist konu í partíi og verða þau mjög náin næstu dagana. Vandamálin byrja hinsvegar að hrannast upp þegar John kemst að því að sonur konunnar, Cyrus, vill í raun ekkert með hann hafa og hvað þá með mömmu sinni. Í kjölfarið byrjar skemmtileg atburðarrás þar sem þeir tveir heyja stríð sín á milli upp á mikilvægustu konu í lífi þeirra beggja. Þessi mynd var alls ekki sem verst þó að hún hafi kannski verið dálítið „týpísk“.

Ein hamingjusöm fjölskylda

 
Toxic Playground

Ég var áður búinn að minnast á þessa svo ef þið hafið áhuga skulu þið kíkja aðeins neðar. En ég mæli hiklaust með henni.

You are not I

ÉG var mættur upp í Háskólabíó á leiðinni á aðra mynd þegar ég áttaði mig á því að ég hafði mætt tæpum klukkutíma snemma. Mér fannst ekki vera tími til að fara heim í millitíðinni svo ég ákvað bara að bíða og jafnvel skoða hvort eitthvað annað væri í boði, svona í millitíðinni. Mér til mikillar ánægju var fyrirlestur að hefjast um einmitt þessa mynd. Því miður átti fyrirlesturinn að hefjast eftir myndina svo ég myndi ekki ná honum en þó var einhver kynning á höfundinum. Ég sá aðeins byrjunina á myndinni þannig ég get ekki verið að tjá mig mikið um hana en það sem gerðist á meðan ég sat þarna fór að mestu leyti fram hjá mér þar sem ég var of upptekinn að bíða eftir tímanum að líða.
Hefði örugglega getað sofið vært yfir henni

The Ape

Sænsk mynd sem skyldi frekar lítið eftir sig. Þetta er dæmi um mynd sem að mínu mati var einfaldlega alltof löng miðað við hvað gerðist í myndinni. Lýsingin á myndinni sagði einfaldlega að maður vaknaði útataður í blóði... og það er einmitt það sem gerðist. Síðan fylgjumst við með því hvernig hann virðist taka því að vakna í blóðbaði og tekst á við daglegt líf. Þessi var bara hreint og beint leiðinleg, alltof löng og ekkert gerðist. Lítið meira að segja, Svíarnir eiga að geta miklu betur en þetta.

Erum við þá bara öll apar?

The Dealer

Við fórum á þessa eftir að hafa séð ágæta dóma um hana í DV. Ég mun ekki gera sömu mistök aftur. Í myndinni er fylgt eiturlyfjasala í einn dag. Myndin byrjaði ágætlega og hafði gott „potential“ á því að verða góð mynd. Áhugaverðar aðstæður og persónur voru kynntar. Af einhverjum ástæðum ákveður leikstjórinn samt að yfirgefa allt og kynnir aldrei neitt af þessu áhugaverða af einhverri alvöru, fáum bara rétt svo að kíkja. Myndin er einnig alveg ótrúlega hæg, næstum allar senurnar enda á því að myndavélin hafði snúið í heilan hring svo áhorfandinn gat séð allt umhverfið en þeir þurftu ekki að gera það í hverju einasta atriði, hvað þá svona fáránlega hægt!     Til að draga þetta saman þá var The Dealer of mikil stuttmynd til að vera heilar 135 mínútur. Er hægt að áfellast mann fyrir að hafa farið eftir 100?
Honum yrði ekki skemmt...


Womb

Í stuttu máli sagt fjallar Womb um konu sem ákveður að fæða látinn kærasta sinn með hjálp nýrrar klónunar tækni. Hvað get ég sagt... ég á mjög erfitt að „höndla“ vandræðanlegar eða óþæginlegar aðstæður, og einmitt mesti hluti þessarar myndar var óþæginlegur! Flottar pælingar á bak við hana, samfélag þar sem litið er niður á klóna og þeir ekki taldir sem manneskjur. Þó Womb hafi ekki verið mjög geðsleg get ég alls ekki sagt að hún hafi verið leiðinleg. Ég átti auðvelt með að fylgjast með á meðan ég neitaði að trúa að þetta væri að gerast. Ein pæling: ef þetta hefðu verið lesbíur hefðum við ekki getað búið til „loop“?
Ástin já...


Big Man Japan

Eitt orð: SÚRT. Big Man Japan er mocumentary og fjallar um mann í höfuðborg skrímslana Tokyo. Hann hefur það starf að berjast við öll þau skrímsli sem ráðast á borgina og það gerir hann með því að tengja sig við rafmagn og verða risastór. Myndin er frekar hæg af stað og er aðallega samtöl þar sem við reynum að kynnast Big Man Japan en það er hann kallaður. Hann er ekki mjög vinsæll af borgarbúum og er í raun frekar mikill lúser. Það sem toppar myndina er endirinn. Hann er líklega það súrasta sem ég hef séð á æfinni, ég skyldi ekkert, en það kom ekki í veg fyrir hláturinn. Þessi var stórskemmtileg og fær fjóra risa af fimm!





Þú messar ekki í hafinu!

Brim

Án efa með uppáhalds íslensku myndum mínum, hún er uppi á listanum með Allt á hreinu og Sódómu. Áhöfn á litlum skipi heldur á veiðar í enn eitt skiptið. Hinsvegar er ekki allt með feldu því einn maður úr áhöfninni hefur framið sjálfsmorð og kona komið í hans stað. Við fáum að sjá hvernig þetta einangraða karlasamfélag tekst á við það að fá kvenmann um borð. Persónurnar eru að sjálfsögðu allar frekar ýktar en bráðskemmtilegar og um leið og myndin dregur frekar svarta mynd af sjómannalífinu þá er hún þó rómantísk og fær mann til að skella upp úr. Mæli hiklaust með þessari því það er engan veginn of seint að sjá þessa.

Handritaverkefni



Ég ákvað að drífa í því að gera verkefnið þar sem við áttum að lesa handrit í tíu mínútur , horfa  síðan á myndina í tíu mínútur og svo koll af kolli. Mér fannst þetta vera fyrirtaks leið til að byrja á þessu blogg maraþoni sem er að fara að hefjast (og hefur held ég oft gerst svona rétt fyrir jólaprófin hjá nemendum). Ég var ekki alveg viss um hvaða mynd ætti að verða fyrir valinu en í von um að gera eitthvað frumlegt þá ákvað ég að skoða hvernig handrit að teiknimyndum eru! Ég fann ekki mörg en Shrek varð svo fyrir valinu. Svo ég segi frá myndinni í stuttu máli þá gerist Shrek í heimi þar sem ævintýrin eru raunveruleg. Allar Disney persónurnar reika lausum hala og allir virðast lifa í sátt og samlindi, eða hvað? Söguhetjan okkar er ógurlegur tröllkarl, Shrek, sem býr einn í mýri og þannig vill hann hafa það. Þegar greifi nokkur ætlar að losa landið við ævintýraverur þá fær hetjan okkar ekki lengur að vera í friði og þarf að gera eitthvað í málunum!
                 
Þetta er ekki eins auðvelt og það sýnist!
Það sem kom mér mest  á óvart við handritið var hversu nákvæmt það var. Ég bjóst við að handritin byðu allavega upp á smá spuna. Það gæti reyndar verið að einhver spuni hafi farið fram og farið fram hjá mér! Sú von að finna eitthvað öðruvísi við teiknimynda handrit heldur en hefðbundari varð að engu. Ég veit reyndar ekki afhverju ég hélt að þetta handrit væri eitthvað öðruvísi. Á þessum framfara tímum í tæknibrellum er lítið mál að láta hvað sem er gerast í bíómyndum er kannski lítill munur á leiknum- og teiknimyndum. Nema hvað að teiknimyndir þykja barnalegri, en þó þarf alls ekki svo að vera.
               
Ég mæli ekki með að lesa handrit að mynd sem þú vilt sjá áður en þú sérð hana því að sjálsögðu á það eftir að eyðileggja fyrir þér myndina. Engu að síður var þetta áhugavert verkefni og vel skiljanlegt þar sem við erum (vorum) einmitt að læra um handritagerð. Það er eitt sem vakti forvitni mína en það er hvernig best sé að skrifa handrit. Höfundur sest varla niður og skrifar fullgert handrit í fyrstu tilraun. Þar sem hann veit nákvæmlega hvar og hvenær hver einasta persóna segir það sem hún á að segja. Auðvitað ætti ekki að vera hægt að fullkomna eitthvað í fyrstu tilraun en það sem ég er að reyna að segja er að handritavinna er mun erfiðari en ég hélt í fyrstu. Nú ætla ég hinsvegar að ljúka  þessari færslu í stað þess að skrifa nokkur hundruð þurr orð  til viðbótar um sjálfa myndina.